spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaValur með sigur í Ólafssal

Valur með sigur í Ólafssal

Haukar tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í Bónusdeild karla í kvöld. Fyrir leik voru Haukar þegar fallnir í fyrstu deild, og leikurinn því frekar upp á stoltið fyrir heimamenn.

Haukar voru yfir nánast sleitulaust fyrstu þrjá fjórðungana og höfðu átta stiga forskot fyrir lolafjórðunginn, 68-60. Þá fór hins vegar allt í baklás, gestirnir tóku af skarið og unnu að lokum fjögurra stiga sigur, 81-85.

Hjá Val skoraði Taiwo Badmus 22 stig, en Ágúst Goði Kjartansson skoraði 18 stig í liði Hauka.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -