Íslandsmeistarar Vals spilaði annan leik sinn á æfingarmóti í Barcelona í gær og mætti þar spænska liðinu Joventut L‘hospitalet.
Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en eftir það stakk Valur af og vann að lokum 38 stiga sigur, 90-52. Atkvæðamestar hjá Val voru: Sylvía Rún Hálfdanardóttir með 25 stig og 14 fráköst, Kiana Johnson með 14 stig, 7 stoðstendingar og 4 fráköst, Regina Palusna með 12 stig og 6 fráköst, Helena Sverrisdóttir með 11 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir með 10 stig og Dagbjört Samúelsdóttir með 8 stig.
Valur hafði áður mætt rússneska liðinu UMMC Ekaterinburg þann 12 september en liðið hefur orðið Rússlandsmeistari síðustu 11 ár og EuroLeague meistari síðustu 2 ár. Rússarnir byrjuðu leikinn talsvert betur og komust í 17-3 og leiddu í hálfleik 52-29. Valur vann þriðja leikhluta 12-15 en niðurstaðan varð engu síður öruggur 83-55 sigur Rússanna. Atvæðamestar hjá Val voru Sylvía Rún með 15 stig og 5 fráköst, Helena með 13 stig og 6 fráköst og Kiana með 11 stig og 6 fráköst.
Næsti og jafnframt lokaleikur Vals á mótinu er í dag á móti FC Barcelona.