spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaValur með góðan sigur á Snæfell - Helena frábær

Valur með góðan sigur á Snæfell – Helena frábær

Fyrr í kvöld fór fram leikur Vals og Snæfells í Dominos deild kvenna. Liðunum var fyrir tímabilið spáð á sitthvorum enda deildarinnar og því flestir búist við öruggum sigri Íslandsmeistara Vals.

Gestirnir frá Stykkishólmi mættu mun tilbúnari til leiks og tóku forystu snemma í leiknum. Það var þó ekki lengi því Hlíðarendastúlkur höfðu náð forystu fyrir lok fyrsta leikhluta.

Eftir það hófst hatrömm barátta liðanna þar sem Snæfell hékk alltaf í Völsurum og Valur náði ekki að hrista Hólmara af sér. Staðan í hálfleik var 37-32.

Litlu munaði á liðunum allt fram í fjóra leikhluta. Snæfell gaf allt í leikinn en Valur alltaf skrefinu á undan. Það var svo rétt í lok leiksins þegar Valur náði loksins að koma muninum í tveggja stafa tölu. Lokastaða 80-68 fyrir Val.

Haiden Palmer var stigahæst í liði Snæfells með 17 stig en Emese Vide var einnig öflug með 10 stig og 12 fráköst.

Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik fyrir Val og endaði með 17 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar, daðraði við þrefalda tvennu. Hallveig Jónsdóttir var einnig öflug með 21 stig.

Valsarar hafa unnið alla þrjá leikina eftir endurræsinguna og eru í efsta sæti með átta stig ásamt Fjölni og Keflavík. Snæfell tapaði öðrum leik sínum í röð, aftur ansi tæpt og eru klárlega á réttri leið.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -