Íslandsmeistarar Vals lögðu Snæfell í Stykkishólmi í kvöld í B hluta Subway deildar kvenna.
Eftir leikinn er Valur í efsta sæti B hlutans með 20 stig á meðan að Snæfell er í 4. sætinu með 4 stig.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins ekkert sérlega jafn eða spennandi. Valur leiddi með 10 stigum eftir fyrsta leikhluta, 14-24 og 23 stigum í hálfleik, 22-45. Valur gerir svo nánast útum leikinn í upphafi seinni hálfleiks og eru með 37 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 30-67. Undir lokin er þetta svo nokkuð einfalt fyrir Val, sem að sigra að lokum með 51 stigi, 41-92.
Atkvæðamestar fyrir Val í leiknum voru Tea Adams með 22 stig og Ásta Júlía Grímsdóttir með 14 stig og 11 fráköst.
Fyrir Snæfell var það Mammusu Secka sem dró vagninn með 11 stigum og 16 fráköstum.
Myndasafn (Væntanleg – Bæring Nói)
Viðtöl / Bæring Nói