Íslandsmeistarar Vals lögðu nýliða Grindavíkur fyrr í dag í 8. umferð Subway deildar kvenna, 95-61.
Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi, Valur var þó skrefinu á undan eftir fyrsta leikhluta, 20-16. Þegar í hálfleik var komið bættu Íslandsmeistararnir þó verulega í og voru 19 stigum yfir þegar að liðin héldu til búningsherbergja, 49-30.
Í upphafi seinni hálfleiksins lætur Valur svo kné fylgja kviði, nánast gera útum leikinn í þriðja leikhluta, en staðan fyrir þann fjórða 73-44. Að lokum klára þær svo leikinn með 34 stiga sigri, 95-61.
Atkvæðamestar fyrir Val í leiknum voru Ameryst Alston með 28 stig, 11 stoðsendingar og Ásta Júlía Grímsdóttir með 18 stig og 13 stoðsendingar.
Fyrir Grindavík var það Edyta Ewa Falenzcyk sem dró vagninn með 21 stigi og 5 fráköstum.
Myndasafn (væntanlegt)