Valsmenn munu mæta Þór Akureyri í úrslitum 1. deildar karla þetta árið og verður þetta fimmta árið í röð sem Valsmenn freista þess að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni en að þessu sinni lögðu þeir Skallagrím 2-0 í undanúrslitum.
Byrjunarliðin:
Valur: Calvin Wooten, Pierre Perre, Hörður Hreiðarsson, Sigmar Egilsson og Björgvin Rúnar Valentínusson.
Skallagrímur: Darrell Flake, Trausti Eiríksson, Hafþór Ingi Gunnarsson, Mateuz Zowa og Halldór Gunnar Jónsson.
Valur byrjar betur gegn svæðisvörn Skallagríms og setja þrjá þrista í byrjun leiks en Skallgrím tekst ekki að skora í fyrstu sóknunum og staðan 12-0 fyrir Val eftir rúmar þjár mínútur. Fyrstu stig Skallagríms koma af vítalínunni þegar Hafþór Gunnarsson skorar úr öðru af tveimur vítaskotum. Flake skorar 4 stig í röð en Perre svara með tveimur vítum og tveggja stiga körfu. Skallagrímsmenn virðast frekar strekktir, ná ekki að nýta skotin sín vel en berjast í fráköstum.
Perre skorar úr sniðskoti og Zowa brýtur á honum – staðan 19-6 fyrir Val og Pálmi Sævarsson þjálfari Skallagríms tekur leikhlé þegar 3:16 mín. eru eftir af 1. leikhluta. Valsmenn sækja talsvert að körfu Skallagrímsmanna og uppskera vítaskot en Skallagrímsmenn reyna enn langskot sem geiga, en þeir eru sterkir í sóknarfráköstum og tekst að setja körfu í kjölfar þeirra.
Perre sækir enn að körfunni og fær vítaskot að launum er Zowa brýtur á honum, Perre setur bæði og kemur Val í 26-12 þegar 1:50 er eftir. Valur eru komnir með skotrétt og enn er brotið á Perre sem skorar úr báðum vítaskotunum. Skotréttur komin hjá báðum liðum þegar ein mínúta er eftir. Yngvi þjálfari Vals hefur greinilega lagt upp með að leikmenn sæki á körfuna og enn er dæmd villa á Skallagrím nú á Darrel Flake. Valsmenn ná skoti á körfuna frá miðju í lok leikhlutans sem fer ekki ofan í en Valur er með örugga forystu 29-13 eftir 1. fjórðung. Sóknarleikur Skallagríms hefur ekki gengið vel í fjórðungnum en Valsmenn leikið á als oddi.
Hjá Val hafaeingöngu 3 leikmann skorað Perre 18 stig, Hörður Hreiðars 6 stig, og Wooten 5 stig. Hjá Skallagrími er Flake stigahæstur með 7 stig eftir fyrstu 10 mínúturnar.
Valsmenn halda uppteknum hætti í 2. leikhlut og leita inn að körfunni sem skilar tveimur körfum í fyrstu tveimur sóknunum en Skallagrímur skorar úr tveimur vítum og loks fer þristur niður hjá þeim er Kristján Andrésson hittir. Staðan 33-18 eftir 2 mínútur. Skallagrímsmenn sækja nú meira á körfuna og uppskera vítaskot og ná þannig að minnka muninn í 33-12 þegar 7:30 eru eftir.
Perre skorar enn fyrir Val og er kominn með 20 stig. Liðin skiptast á að sækja en gengur ekki að skora en Valsmenn virðast halda frumkvæðinu. Perre nær varnarfrákasti og fer alla leið að körfu Skallagríms og leggur hann ofaní. Flake nær sóknarfráksti og skorar og það sama gerir Birgir Björn Pétursson hinu megin. Finnur Jónsson skellir niður þristi og staðan er 39-26 þegar 4 mínútur eru eftir.
Skallagrímur hefur skipt í maður á mann vörn sem virðist ganga ögn betur en svæðisvörnin í fyrsta fjórðungi. Valsmenn reyna að keyra upp hraðann þegar þeir fá boltann og gamla kempan Sigmar Egilsson skorar úr hraðaupphlaupi eftir góða stoðsendingu frá Wooten. Flake skorar góða körfu undir körfunni eins og honum einum er lagið, Zowa skorar úr tveimur vítum og minnkar muninn í 9 stig 41-32. Perre heldur áfram að skora og setur stökkskot rétt utan vítateigs og tekur síðan ruðning á Zowa sem fær sína fjórðu villu. Valur er yfir 45-32 eftir skot frá Björgvini Valentínussyni þegar mínúta er eftir. Skallagrímur setur þrist og Valur setur þrist og staðan í hálfleik því 50-37.
Valsmenn hafa haft frumkvæðið frá upphafi leiksins. Skallagrímsmenn hafa lagt of mikla áherslu á þriggja stiga skot en hafa ekki haft erindi sem erfiði til þessa í leiknum þótt nokkur hafi dottið í öðrum fjórðungi.
Stigahæstu menn:
Valur: Perre 24. Wooten 10.
Skallagrímur: Flake 15, Zowa 8.
Valsmenn setja strax körfu í fyrstu sókn síðari hálfleiks er Björgvin sækir að körfunni og skorar, Hafþór svarar hjá Skallgrími og brotið er á Perre sem setur bæði vítin. Skallagrímsmenn eru greinilega full ákveðnir í upphafi seinni hálfleiks og eru komnir með 3 villur strax eftir rúma mínútu. Björgvin skorar eftir glæsilega stoðsendingu frá Wooten og Flake fær dæmdan á sig ruðning og sína 3 villu. Þar með fá Valsmenn skotrétt við næstu villu og 7:30 eftir af leikhlutanum.
Sigmar fær dæmda á sig ásetningsvillu þer hann brýtur á Hafþóri sem setur bæði vítin niður og Flake skorar góða körfu strax í kjölfarið og staðan 55-43. Hafþór skorar eftir hraðaupphlaup og munurinn kominn í 10 stig. Yngvi þjálfari Vals tekur leikhlé og virðist ekki sáttur við gang mála.
Stemmningin virðist Skallagríms megin þessar síðustu mínútur um miðbik fjórðungsins. Skallagrímsmenn skora næstu tvær körfur og koma stöðunni í 55-49. Liðin skiptast á að skora og staðan er 59-51 þegar Sigmar Egilsson fær vítaskot, 2:56 eftir. Hann setur seinna vítið og munurinn því 9 stig 60-51. Hörður smellir þristi eftir að Flake skorar hinum megin og Wooten líka strax í næstu sókn og staðan orðin 68-53. Hafþór Gunnars setur þrist á móti og Perre tapar boltanum í næstu sókn Valsmanna, Flake nær sóknarfrákasti og skorar og Hörður setur stutt stökkskot fyrir Vals. Björgvin Valentínusson tekur skot frá miðju en boltinn skoppaði af hringnum.
Skallagrímsmenn sýndu að þeir geta vel bitið frá sér í þessum fjórðungi en Perre er enn stigahæstur hjá Val með 31 stig, Wooten 15 og Hörður 11. Flake er stigahæstur hjá Skallagrími með 22 stig og Hafþór Gunnarsson er kominn með 14.
Wooten byrjar fjórðunginn á þristi og Valsmenn halda enn frumkvæðinu. Skallagrímur pressa framar á völlinn og freista þess að stela boltanum af Valsliðinu sem tekst nokkrum sinnum í upphafi fjórðungsins. Staðan orðin 73-60 þegar 6:39 eru eftir af leiknum. Valsmenn reyna að lengja sóknir sínar og eftir gott spil setur Wooten þrist og dæmt er ásetningsvilla á Flake, hans fjórða villa. Kristján Andrésson setur þrist og Valsmenn missa boltann í næstu sókn. Perre er enn funheitur í teignum og setur stutt stökkskot, staðan 78-65. Brotið er á Hafþóri sem setur niður bæði vítaskotin, Skallagrímur pressar stíft og Valsmenn missa boltann útaf. Yngvi þjálfari Vals tekur leikhlé til að ræða við sína men þegar 4:35 eru eftir og Valsmenn yfir 78-67.
Valsmenn leysa pressuvörn Skallagríms vel og Perre skorar eftir stoðsendingu frá Wooten en Hafþór skorar þrist á móti. Valsmenn leysa pressuna í tvígang á milli þessa sem Trausti Eiríksson skorar og munurinn 12 stig þegar 2 mínútur eru eftir. Sigmar á stoðsendingu á Wooten sem setur þriggja stiga skot niður um leið og skotklukkan gellur 87-72 Valur. Skallagrímur reynir þrist sem geigar og Valsmenn taka góðan tíma í sókninni. Skallagrímsmann brjóta í tvígang þannig nú er Valur kominn í skotrétt og loks er brotið á Wooten sem fær tvö vítaskot. Yngvi skiptir öllum leikmönnum út af, en Wooten klikkar á báðum vítaskotunum. Brotið er á Hafþóri í skoti sem hann skorar úr, hann klikkaði á vítaskotinu og náði frákastinu og skoraði staðan 87-76. Nú brjóta leikmenn Skallagríms um leið og Valsmenn senda boltann inn á völlinn og Valsmenn fara í tvígang á vítalínuna, Snorri Páll og Pétur Þór setja báðir sín víti ofaní.
Skallagrímur reynir þrist sem fer ekki niður og senda síðan Birgi Björn á vítalínuna í tvígang, hann skorar úr einu af fjórum vítum og Skallagrímur skorar í hraðaupphlaupi. Leikruinn er nú orðinn fremur leiðinlegur á að horfa, Skallagrímsmenn taka þriggja stiga skot og Valsmenn ná frákasti og eru sendir á vítalínuna um leið. Öruggur sigur Vals er í höfn en staðan er 94-82 þegar 5 sekúndur eru eftir. Leiknum er lokið og öruggur sigur Valsliðsins er staðreynd, liðið leiddi allan leikinn og Skallagrímsmenn gerðu nokkur áhlaup í leiknum en náðu aldrei Valsliðinu sem spilaði virkilega vel og gáfu Borgnesingum í raun aldrei færi á að komast yfir. Philip Perre átti afbragðs leik og var að örðum ólöstuðum maður leiksins. Darrell Flake og Hafþór Gunnarsson voru bestu menn Skallagríms en Mateuz Zowa lenti snemma í villuvandræðum og gat því lítt beitt sér.
Næst er úrslitaviðureign um laust sæti í Iceland-Express deildinni að ári framundan en þar mætir Valur Þór frá Akureyri sem bar sigurorð af Breiðabliki í kvöld 84-88.
Stigahæstir hjá Val: Philip Perre 35 stig og Calvin Wooten 24 en þeir tveir voru bestu men leiksins. Hjá SKallagrími skoraði Hafþór Gunnarsson 27 stig og Darrell Flake 24 stig.
Árangur Vals í úrslitakeppni 1. deildar síðan 2006:
2010: Haukar-Valur (Haukar 2-0) – úrslit
2009: Valur-Fjölnir (Fjölnir 2-0) – úrslit
2008: FSu-Valur (FSu 2-1) – úrslit
2007: Valur-Stjarnan (Stjarnan 2-1) – úrslit
2006: Valur-Breiðablik (Breiðablik 2-0) – undanúrslit
Mynd/ Torfi Magnússon
Umfjöllun: Hannes Birgir Hjálmarsson