spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaValur í Superfinal EYBL

Valur í Superfinal EYBL

Úrslit European Youth Basketball League fara fram um helgina, svokölluð Superfinal.

Ellefti flokkur Vals tekur þátt en liðið tryggði sér þátttökurétt meðal 16 liða í U17 keppni drengja. Vals strákarnir spiluðu fyrst í Ventspils, Lettlandi í september þar sem þeir unnu alla fjóra leikina sem þeir spiluðu og svo í Tallin, Eistlandi í janúar þar sem þrír af fjórum leikjum unnust. Þar með var liðið komið í Superfinal en mótið hefst á morgun fimmtudag í Riga, Lettlandi. 

Rúmlega sjötíu lið skráðu sig til leiks í U17 drengja keppninni, sem var skipt í átta 9-liða riðla. Efstu lið tryggðu sér svo þáttöku í 16-liða úrslitum. Ellefu leikmenn munu taka þátt í leikjum helgarinnar en í heild hafa 14 drengir tekið þátt í verkefninu. Þess má geta að úrslitaleikirnir fara fram í sömu höll og EuroBasket verður leikið í sumar og því ánægjulegt fyrir strákana að fá nasaþef af því sem koma skal.

Fylgjast má með mótinu hér https://www.eybl.lv/new/ce_u17_scheduler.php og á instagram: https://www.instagram.com/eybl_official/

Fréttir
- Auglýsing -