spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaValur einum sigurleik frá undanúrslitunum

Valur einum sigurleik frá undanúrslitunum

Valur lagði Þór Akureyri í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna, 102-75.

Valskonur eru því komnar með tvo sigra í einvíginu, en vinna þarf þrjá til að komast áfram í undanúrslitin.

Heimakonur í Val voru með tögl og haldir í fyrri hálfleik leiksins. Leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta og 18 stigum í hálfleik, 51-33.

Jafnt og þétt nær Valur enn að bæta við forskot sitt í upphafi seinni hálfleiksins og gera nánast útum leikinn í þriðja fjórðungnum. Leiða með 23 stigum fyrir lokaleikhlutann. Eftirleikurinn virtist einfaldur fyrir heimakonur, sem sigra að lokum með 27 stigum, 102-75.

Atkvæðamestar fyrir Þór Akureyri í leiknum voru Eva Wium Elíasdóttir með 22 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og Amandine Justine Toi með 19 stig og 6 stoðsendingar.

Fyrir Val var Ásta Júlía Grímsdóttir með 19 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá var Jiselle Elizabeth Valentine Thomas með 22 stig og 7 stoðsendingar.

Valskonur freista þess að tryggja sig áfram í undanúrslitin með sigri í þriðja leik liðanna, en hann fer fram í Höllinni á Akureyri komandi miðvikudag 9. apríl.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -