spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaValur einir á toppnum eftir sigur á Þór

Valur einir á toppnum eftir sigur á Þór

Þá hefst loksins aftur Subway deild karla eftir jólafrí. Það var engin smáleikur í Origohöllinni, tvö efstu liðin, Valur og Þór. Bæði lið með 16 stig svo það var ljóst að sigurliðið úr þessum leik yrði eitt á toppnum. Valsmenn skarta nýjum leikmanni, Badmus sem flestir þekkja síðan hann var í Tindastól Leikurinn sjálfur var ekki áferðarfallegasti leikurinn, en fínasta skemmtun og jafnræði með liðinum. Valsmenn náðu svo að kreista út sigur í lokin, sannkallaður iðnaðarsigur og stija einir á toppnum

Eitthvað voru menn ryðgaðir til að byrja með, hittnin var afleidd og fyrstu stigin komu ekki fyrr en eftir mínútuleik. Þórsarar voru með undirtökin í annars mjög jöfnum fyrsta leikhluta. Ekki var nú mikið skorað, staðan 15-18 Þórsurum í vil.

Byrjunin lofaði góðu á öðrum leikhluta, en fljótlega skelltu Þórsarar í lás og áttu Valsmenn engin svör við því, sóknir þeirra urðu frekar ráðvilltar og enduðu oftar en ekki með hnoði og svo töpuðum bolta. Þegar allt virtist vera falla með Þórsurum þá henti Davis boltanum tvisvar sinnum útaf og Valsmenn gengu á lagið. Náðu samt aldrei forystunni og Þórsarar leiddu í hálfleik 34-39.

Valsmenn byrjuðu þriðja leikhluta betur með stemmingskörfu frá Ástþóri. Valsmenn komust síðan yfir en Þórsarar sýndu afhverju þeir eru í toppbaráttunni og komust aftur yfir.  Liðin héldust nánast í hendur út leikhlutann, Þórsarar fóru inn í fjórða leikhluta 61-63.

Spennan hélt áfram í fjórða leikhluta, Valsmenn komust yfir en aldrei langt yfir. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir tóku Þórsarar leikhlé eftir að Valsmenn komust þremur stigum yfir. Leikhléið gerði ekki mikið, ekkert gekk hjá Þórsurum. Valur aftur á móti setti fimm stig á þá og juku muninn í átta stig. Þórsarar gáfust samt ekkert upp, en Valsmenn

Hjá Valsmönnum var Jefferson stighæstur með 28 stig, ótrúlegur skotmaður og 7 stoðsendingar. Acox skoraði 16 stig, síðan var Kristinn Pálsson drjúgur, sérstaklega í 4. leikhluta, með 12 stig og 12 fráköst. Badmus komst ágætlega frá leiknum með 12 stig.

Þórsmegin var Tómas Þrastarson mjög öflugur, með 18 stig og 6 fráköst. Virkilega gaman að horfa á hann spila, hann lætur verkin tala en ekki munninn. Pruitt átti prýðisleik með 16 stig, Semple var með 13 stig og 12 fráköst. Vert er að geta Medina sem átti níu stoðsendingar.

Næsta umferð verður síðan 11. janúar. Valsmenn heimsækja Hamarsmenn og 12. janúar taka Þórsarar á móti Stjörnunni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -