spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaValur 2-0 yfir í úrslitaeinvíginu eftir framlengdan leik gegn Keflavík

Valur 2-0 yfir í úrslitaeinvíginu eftir framlengdan leik gegn Keflavík

Í kvöld fór fram leikur númer tvö um sjálfan Íslandsmeistaratitillinn. Valur fór með sigur af hólmi í fyrsta leiknum og með sigri hér munu þær koma sér í þægilega stöðu. Keflavík á hinn bóginn verður að vinna þennan leik til að brekkan verði ekki ansi brött. Baldur Bongó er mættur og þá getur partýið byrjað, þó það mættu mæta töluvert fleiri á svona stóran leik. Leikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir góð gæði, en Valskonur voru betri í þrjá leikhluta og svo í framlengingunni og unnu sanngjarnt 77-70

Þótt mætingin gæti verið betri þá var bullandi stemming bæði hjá Val og Keflavík. Fyrstu mínuturnar byrjuðu svolítið vilt, tæknifeilar á bóða bóga, enda hátt spennustig hjá báðum liðum. Valskonur voru þó með meiri ákefð í vörninni en sóknarlega var ekki mikið að frétta. Þessum leikhluta lauk með forystu Valskvenna 16-12, bæði lið tókst að tapa boltanum sjö sinnum.

Annar leikhluti byrjaði svipað og sá fyrsti endaði, mikil barátta, mikið að furðulegum sendingum og hittnin ekkert spes. En þegar leikhlutinn var hálfnaður þá jöfnuðu Keflavík með tveimur snörpum sóknum. Síðan skiptust liðin á að hafa forystu, þangað til Dagbjört Dögg tók smá skotsýningu og kom Valskonum í fimm stiga forystu. Keflavík virtist ekki nenna spila vörn í lokin og Valskonur fóru inn í hálfleikinn með 11 stiga forystu 38-27.

Þriðji leikhlutinn var hnífjafn, bæði lið börðust sem kom svolítið niður á gæðunum. Keflavík fór að frákasta betur en ekkert endilega að hitta betur. Lítið um þennan leikhluta að segja nema að bæði lið skoruðu 15 stig og því var enn ellefu stiga munur þegar honum lauk.

Keflavíkurkonur byrjðu svo fjórða leikhlutann með látum skoruðu sex fyrstu stigin og spiluðu loksins fantagóða vörn. Þegar tæplega fjórar mínútur voru búnar þá fékk Valur nóg og tók leikhlé, enda munurinn skyndilega orðin þrjú stig og Valskonur aðeins skorað tvö stig. Eftir leikhléið var meira jafnræði með liðunum og leikurinn gat dottið hvoru megin sem er. Keflavík gat tryggt sér sigurinn í síðustu sókninni fékk þrjár tilraunir til þess en niður vildi boltinn ekki. Niðurstaðan jafnt og því framlengt, 62-62.

Til að byrja var báðum liðum fyrirmunað að skora körfu í framlengunni. Bæði lið fengu opin skot. Valur braut ísinn og svo skoraði Dagbjört og fékk dæmda villu og Valur komin með fimm stiga forystu þegar framlenginin var hálfnuð. Valskonur héldu áfram að vera betri og sigldu þessu heim og leiða núna einvígið 2-0. Valur vann 77-70

Hjá Val átti Dagbjört Dögg frábæran dag með 19 stig, Kiana átti fínan leik með 13 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Hjá Keflavík var Birna Valgerður stighæst með 24 stig, Daniella átti svo prýðislek með 17 stig og 17 fráköst.

Þriðji leikur þessara liða fer fram næsta þriðjudag klukkan 19:15 í Blue höllinni.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

https://www.karfan.is/2023/04/aetludum-ad-na-okkur-i-thennan-alveg-sama-hvad/
https://www.karfan.is/2023/04/soknarlega-of-mikid-hnod/
Fréttir
- Auglýsing -