spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaValsstúlkur unnu Scania Cup

Valsstúlkur unnu Scania Cup

Áttundi flokkur hjá Val varð í dag Scania meistari eftir úrslitaleik í Södertalje í Svíþjóð, en mótið er opið Norðurlandamót félagsliða.

Úrslitaleikinn vann Valur gegn Kungsholmen, 38-30, en fyrr á mótinu höfðu þær tapað fyrir þessu sama liði, en samkvæmt þjálfara þeirra Ólöfu Helgu Pálsdóttur var það draumur liðsins að fá að mæta þeim í úrslitaleik því þær hafi vitað að þær væru betri.


Hér fyrir ofan má sjá mynd af liðinu ásamt þjálfurum sínum Ólöfu Helgu og Sveinbirni Ásgeirssyni, en í liðinu eru Rún Sveinbjörnsdóttir, Íris Lóa Hermannsdóttir, Heiðrún Helena Svansdóttir, Eyja Garðarsdóttir, Elma Kristín Stefánsdóttir, Hugrún Edda Kristinsdóttir, Fransiska Ingadóttir, Ella Theodora Kazooba Devos og Nína Gísladóttir.

Að leik loknum var Rún Sveinbjörnsdóttir valin Scania drottning sem besti leikmaður mótsins, en með því kemst hún í hóp með bestu leikmönnum landsins frá upphafi, en til þess að telja einhverja unnu t.a.m. Helena Sverrisdóttir og Jón Arnór Stefánsson verðlaunin á sínum yngri árum.

Myndir / Kristinn Magnússon

Fréttir
- Auglýsing -