spot_img
HomeFréttirValssigur í Vodafonehöllinni

Valssigur í Vodafonehöllinni

Valur tók á móti Keflavík í Vodafonehöllinni í kvöld í 1. umferð Domino's deildar kvenna. Fyrsti leikhluti var eign Valsstúlkna og leiddu þær með 13 stigum eftir hann. Keflavík byrjaði annan leikhluta á stífri vörn sem þröngvaði Valsstúlkur í erfið skot í fyrstu tveimur sóknunum, rétt í þann mund sem skotklukkan var að renna út. Keflavík náði þó ekki að nýta þessa góðu byrjun í vörninni í að minnka muninn og gekk Valur af leikvelli í hálfleik með 12 stiga forskot í fararteskinu. 

Valsstúlkur sem voru duglegar að keyra að körfunni í upphafi seinni hálfleiks, virtust sofna á verðinum í síðari hluta þriðja leikhluta á meðan ungt lið Keflavíkur náði með seiglu og baráttu að minnka muninn niður í 6 stig fyrir lok leikhlutans. Þær héldu áfram þar sem frá var horfið í fjórða leikhluta og áttu þess kost að jafna leikinn þegar 7 mínútur voru eftir en náðu ekki að nýta tækifærið. Við tóku spennandi lokamínútur sem enduðu með að Valsstúlkur sigldu heim 4 stiga sigri. 

Atkvæðamestar í liði Vals voru Karisma Chapman með 36 stig, 19 fráköst og 2 stoðsendingar og Bergþóra Holton Tómasdóttir með 19 stig (þar af 15 stig af vítalínunni) auk þess sem Guðbjörg Sverrisdóttir var nálægt því að landa þrennu, var með 10 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. Hjá Keflavík voru stigahæstar Melissa Zorning með 35 stig og 8 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir með 12 stig og Guðlaug Björt Júlíusdóttir með 10 stig. 

Stigaskor Vals: Karisma Chapman 36 stig/19 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 19 stig, Hallveig Jónsdóttir 12 stig, Dagbjört Samúelsdóttir 11 stig, Guðbjörg Sverrisdóttir 10 stig/10 stoðsendingar/8 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 2 stig, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2 stig, Bylgja Sif Jónsdóttir 0 stig, Jónína Þórdís Karlsdóttir 0 stig, Sóllilja Bjarnadóttir 0 stig, Margrét Ósk Einarsdóttir 0 stig, Helga Þórsdóttir 0 stig. 

Stigaskor Keflavíkur: Melissa Zorning 35 stig/8 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 12 stig, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10 stig, Sandra Lind Þrastardóttir 9 stig, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8 stig, Thelma Dís Ágústsdóttir 6 stig, Þóranna Kika Hodge-Carr 5 stig, Bríet Sif Hinriksdóttir 3 stig, Irena Sól Jónsdóttir 0 stig, Kristrún Björgvinsdóttir 0 stig, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0 stig, Elfa Falsdóttir 0 stig. 

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

 

Mynd: Karisma Champman fór mikinn í leiknum á móti Keflavík (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -