spot_img

Valssigur gegn Fjölni

Íslandsmeistarar Vals tóku í kvöld á móti Fjölni í Origo höllinni. Fyrir leik voru Fjölniskonur í öðru sæti deildarinnar en Valur í því þriðja.

Valskonur komu afskaplega sterkar til leiks og hreinlega völtuðu yfir gestina í fyrri hálfleik. Íslandsmeistararnir höfðu í hálfleik skorað tvöfalt fleiri stig en gestirnir, staðan 48-24. Fjölniskonur bitu í skjaldarrendur í seinni hálfleik, en holan var orðin of djúp og niðurstaðan öruggur fjórtán stiga sigur Vals, 87-73.

Stigahæst í liði Íslandsmeistaranna var Ameryst Alston með 27 stig, en Aliyah Mazyck skoraði 23 stig í liði gestanna.

Staða liðanna í deildinni er óbreytt eftir leikinn. Næsti leikur Vals er 27. febrúar á heimavelli gegn Grindavík, en sama kvöld mæta Haukar Njarðvík í Njarðvík.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -