{mosimage}
Eins og undanfarin 16 ár verður Valsmótið í körfu haldið fyrstu helgina í september (1. til 3. september).
Búið er að senda öllum Úrvalsdeildarliðunum tilkynningu um mótið.
Þau lið sem hyggja á þátttöku eru beðin um að tilkynna það til Rögnvaldar í síma 568 8580/ 897 1064 eða Harðar í síma 898 0969, [email protected]
Vegna framkvæmda að Hlíðarenda verður mótið haldið í þetta sinn í íþróttahúsi Seljaskóla í Breiðholtinu. Mögulega verða fyrstu leikirnir á fimmtudeginum 31. ágúst.
Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur mótinu og þegar ljóst verður hvaða lið taka þátt.