spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaValsmenn meistarar meistaranna eftir sigur í Síkinu

Valsmenn meistarar meistaranna eftir sigur í Síkinu

Tindastóll og Valur áttust við í opnunarleik körfuknattleikstímabilsins í leik bikarmeistara og Íslandsmeistara í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.

Liðin háðu eftirminnilega baráttu um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor í viðureign sem fór alla leið og lauk með að Tindastóll tryggði sér titilinn á síðustu sekúndum lokaleiksins í Origo höll Valsmanna. Valsmenn urðu bikarmeistarar fyrr á tímabilinu eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik.

Leikurinn í kvöld fór fjörlega af stað en þó var ljóst að haustbragur var á báðum liðum og menn tóku smástund í að stilla miðið.  Valsmenn fundu fjölina fyrr og komust í 0-5 en Stólar svöruðu og komust yfir með 2 þristum frá Pétri 8-5. Tindastóll hitti ágætlega næstu 

Tindastóll og Valur áttust við í opnunarleik körfuknattleikstímabilsins í leik bikarmeistara og Íslandsmeistara í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.

Liðin háðu eftirminnilega baráttu um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor í viðureign sem fór alla leið og lauk með að Tindastóll tryggði sér titilinn á síðustu sekúndum lokaleiksins í Origo höll Valsmanna. Valsmenn urðu bikarmeistarar fyrr á tímabilinu eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik.

Leikurinn í kvöld fór fjörlega af stað en þó var ljóst að haustbragur var á báðum liðum og menn tóku smástund í að stilla miðið.  Valsmenn fundu fjölina fyrr og komust í 0-5 en Stólar svöruðu og komust yfir með 2 þristum frá Pétri 8-5. Tindastóll hitti ágætlega næstu mínútur og komust í 16-11 en Valsmenn voru ólseigir og Kristinn P. fór að hitta sem þýddi ekkert gott fyrir Stóla. Staðan 18-18 eftir fyrsta leikhluta. Valsmenn skoruðu fyrstu 6 stig annars leikhluta og fóru á kostum í vörninni og þvinguðu Pavel í leikhlé. Stólar náðu jafnvægi í leikinn fram í miðja leikhlutann en svo rykktu Valsmenn frá aftur og eins og áður var vörnin frábær og þeir náðu að þvinga heimamenn í slæm skot. Þristur frá KP og troðsla frá Kristó komu gestunum í 10 stiga forystu í hálfleik, 32-42.

Áhorfendur í Síkinu vonuðust eftir endurkomu sinna manna í seinni hálfleik en ógnarsterkir Valsmenn héldu sínu og gott betur í þriðja leikhluta, komust mest í 16 stiga forystu, en smásprettur frá Ragnari og Callum minnkaði muninn fyrir Stóla en tíðindin voru að með körfu Callums komust Stólar loks í 50 stig í leiknum. Segir sitt um varnarleik Vals. Góðar körfur frá KP og Kristó í upphafi síðasta leikhlutans komu muninum aftur í 15 stig og brekkan orðin ansi brött fyrir heimamenn. Þeir náðu þó að klafsa aðeins og þristur frá Geks kom leiknum í 62-69 og tæpar 5 mínútur eftir. Valsmenn 

sýndu styrk sinn á lokamínútunum þegar Stólar urðu full ákafir og sigldu að lokum nokkuðu öruggum sigri heim 72-80.

Viðtöl, myndir, viðtal Hjalti Árna

Fréttir
- Auglýsing -