Undanúrslit í VÍS bikarkeppni karla var leikin í kvöld, KR vann góðan sigur á Stjörnunni í spennutrylli, en hinn leikurinn eigast við Keflavík á móti Val. Valsmenn sem eru heitasta lið deildarinnar eftir áramót ættu að teljast sigurstranglegri, en Keflavík sýndi það í síðasta leik að þeir eru svo sannarlega ekki búnir að dansa sinn síðasta dans. Leikurinn varð aldrei spennandi, Valsmenn stungu af í öðrum leikhluta og héldu svo áfram í þeim þriðja, öruggur Valssigur 67-91
Það var þétt setið í stúkunni alveg hálftíma fyrir leik og gríðarlega góð stemming og frábær umgjörð í Smáranum í Kópavogi. Þetta er leikur á milli tveggja sigursælustu þjálfara í körfubolta karla, þeir Sigurður Ingimundar og Finnur Freyr. Mikið í húfi, sjálfur úrslitaleikurinn.
Það var eins og við mátti búast smá taugatitringur í báðum liðum, Valsmenn voru þó fljótari ð hrista hann úr sér. Dagsskipuninn hjá Finn virtist vera að sækja á hringinn og gekk það bara nokkuð vel. Keflavík sem byrjaði reyndar að skora fyrstu 4 stigin, hittu ekki neitt í nokkrar mínútur en svo setti Callum næstu fjögru stig. Igor Maric tók síðan tvær þriggja stiga og Keflavík var komið yfir. Síðustu mínúturnar skiptust liðin á að hafa forystu og staðan eftir fyrsta leikhluta 19 – 21 fyrir Val.
Annar leikhluti byrjaði mjög jafn, en þegar hann var um það bil hálfnaður náði Valsmenn að slíta sig frá Keflavík þegar Kristinn Páls setti tvær þriggja stiga og Kári eina. Þá var fyrsta leikhlé leiksins tekið af hálfu Keflavík. En Valsmenn héldu áfram að gefa í og skoruðu nánast að vild. Á meðan var hittnin hjá Keflavík ekki upp á marga fugla, en vissulega voru Valsmenn að þvínga þá oft í erfið skot. Valsmenn unnu leikhlutann 16-30 og leiddu því í hálfleik 35-51.
Ef einhver hélt að Keflavík kæmi út með allr byssur úti í seinni hálfleik, þá hvaði sá rangt fyrir sér. Sóknaleikurinn var frekar tilviljanakenndur og Valsmenn spiluðu auðvitað sína vörn. En leikur þeirra fór batnandi þegar leið á leikhlutann en það dugði nú ekki til, því Valsmenn skptu bara um gír juku muninn jafnt og þétt. Enda var virtust Suðurnesjamenn gleymt að taka vörnina með sér, Valsmenn fóru með örugga forystu fyrir síðasta leikhluta 49-77.
Fjórði leikhllutinn byrjaði ágætlega fyrir Keflavík, enda viðmiðið kannski hátt fyrir. Þeir skoruðu fyrstu 4 stigin en þeir rnáðu samt ekkert að minnka muninn að neinu ráði. Sem fyrr var engin vörn í boði hjá Keflavík, ef þeir reyndu að þrengja hringinn þá var veisla fyrir Kristinn og Joshua, ef þeir fóru út í skytturnar þá var bara farið á hringinn. Þegar um þrjár mínútur voru eftir voru Keflavík búnir að kasta inn hvíta handklæðinu, Valsmenn flugu í úrslitaleikinn 67-91.
Hjá Keflavík var fátt um fína drætti, en Callum Lawson var þó stighæstur með 12 stig. Hjá Valsmönnum var Kristinn Páls með 21 stig og Joshua Jeffesson með 20 stig.
Það verða því Valsmenn sem leika til úrslita við KR, laugardaginn n.k. klukkan 16:30.






Myndir / Jón Gautur Hannesson
Keflavík: Callum Reese Lawson 12/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 9, Hilmar Pétursson 9/5 stoðsendingar, Ty-Shon Alexander 8, Nigel Pruitt 7, Jaka Brodnik 7, Igor Maric 6/4 fráköst, Remu Emil Raitanen 5/8 fráköst, Frosti Sigurðsson 4, Jakob Máni Magnússon 0, Sigurður Pétursson 0, Einar Örvar Gíslason 0.
Valur: Kristinn Pálsson 21/4 fráköst, Joshua Jefferson 20, Taiwo Hassan Badmus 14/5 fráköst, Kári Jónsson 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Adam Ramstedt 9/8 fráköst, Kristófer Acox 8/4 fráköst, Karl Kristján Sigurðarson 4, Hjálmar Stefánsson 3, Finnur Tómasson 0, Ástþór Atli Svalason 0, Frank Aron Booker 0/6 fráköst, Björn Kristjánsson 0.