spot_img
HomeFréttirValskonur mun sterkari í fjórða

Valskonur mun sterkari í fjórða

Baráttuglaðar Valsstúlkur mættu í Dalhús í kvöld sem voru fullar sjálfstraust eftir góðan sigur á KR nú á dögum og var ekki annað að sjá en að liðið sé farið að finna sinn takt sem á bara eftir að verða betri þegar á líður. Leikurinn byrjar jafn og er það fram í hálfleik. Valur var yfir en Fjölnir kom alltaf til baka og náði að komast yfir rétt fyrir loka mínútur fyrrihálfleiks og staðan þá 32 – 30 fyrir heimastúlkum.
Seinnihálfleikur byrjar með meiri pressu hjá Valsstúlkum og náðu þær að fiska nokkra bolta af Fjölni og skora úr þeim með hraðaupphlaupum og komast í smá forskot.
 
Fanney Lind var í sturtu úr röðum Fjölnis af öðrum dómara leiksins eftir tvær tæknivillur fyrir orðaskipti í leiknum. Það var ekki mikið sem hún fékk fyrir sinn snúð, það virtist sem Valskonur mættu ganga hart á hana sem hún var ósátt með og lítið dæmt, vissulega skaðaði þetta sóknarleik Fjölnis þar sem hún er mikil ógn og baráttuglaður leikmaður.
 
Í hálfleik var smá uppákoma þar sem Guðbjörg Sverrisdóttir fékk blómvönd afhentan af yngriflokkastelpum Fjölnis, en um var að ræða afmælisgjöf frá Helenu Sverris stóru systur. Skemmtileg uppákoma þarna á ferðinni.
 
Valur hélt áfram að ráðast á körfuna og dreifðu boltanum vel á milli sín sem uppskar sigur eftir jafnan leik fram að 4.leikhluta sem Valur vann með 17 stigum. Leikslok voru 53 – 76
 
 
 
Umfjöllun/ Karl West
  
Fréttir
- Auglýsing -