spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaValskonur engin fyrirstaða fyrir Hauka

Valskonur engin fyrirstaða fyrir Hauka

Í dag áttust við í Bónus deild kvenna Valur og Haukar. Fyrir leikinn voru Valskonur í fimmta og neðsta sæti A-riðils en Haukakonur efstar, enda hafa þær verið besta liðið hingað til. Staða þessara liða breyttist sama hvernig hann fer.  En leikurinn byrjaði vel fyrir heimakonur, en strax í öðrum leikhluta var ljóst hver yrði sigurvegari þessa leiks. Haukakonur sýndu fagmannlega frammistöðu og unnu sanngjarnt, 77-99

Valsonur komu mjög tilbúnar í þennan leik og það gekk nánast allt upp sóknarlega. Þær leiddu í upphafi án þess að Haukarnir færu eitthvað á taugum.  Enda aldrei langt undan og leystu sínar sóknir bara nokkuð vel. Valskonur leiddu eftir fyrsta leikhluta 23-21.

Haukarnir skerptu verulega á vörninni og áttu Valskonur í mesta basli að eiga við þær. Enda náðu gestirnir fljótlega forystunni. Það tók Val 3:20 mínútur að skora sín fyrstu stig. En sem betur fer fyrir þær, skoruðu Haukar bara sex stig.  En Haukarnir voru komnar á bragðið og héldu áfram að murka lífið úr Val hægt og örugglega. Valskonur vöknuðu þó aðeins til lífsins undir lokin og endaði hálfleikurinn 33-41 fyrir Hauka.

Meira jafnræði var á liðunum í upphafi seinni hálfleiks, liðin skiptust á að skora. Haukarnir þó aðeins meira og juku forystuna. Leiðinlegt atvik gerðinst þegar skammt var til leikhlés þegar Guðbjörg Sverrisdóttir var studd af velli, sárþjáð. Haukarnir héldu engin bönd og þær kláruðu leikinn í þessum leikhluta, 47-67.

Þó svo að undirritaður hafði ekki mikla trú á endurkomu hjá heimakonum, þá voru þær greinilega ekki sammála. Komu í leikhlutann af miklum krafti. En gæðin í þessu Haukaliði er gríðarleg og þær létu ekki slá sig út af laginu og sigldu þessum leik heim og fóru í fjörðinn með 2 stig í farteskinu. Loka úrslit 77-98.

Það var svo sem ekki mikið um fína drætti hjá Valskonum í þessum leik, en Jiselle átti ágætis leik og var með 20 stig, Dagbjört, sem byrjaði frábærlega skilaði 16 stigum. Siðan er vert að nefna mjög flotta innkomu hjá Eydís Evu. Hjá Haukum átti Tinna Guðrún magnaðan leik gerði 29 stig, Diamond setti 14 stig. Þá átti Sólrún Inga einnig mjög flotta innkomu.

Næstu þessara liða eru 12. mars þá fá Valskonur Njarðvík í heimsókn. Haukakonur taka á móti norðankonum þegar Þór frá Akureyri kíkir í fjörðinn.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -