spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaValsarar náðu í sigur gegn KR

Valsarar náðu í sigur gegn KR

KR og Valur léku æfingaleik í DHL-höllinni í dag og honum lauk með sigri Vals 97-72. KR-ingar tefldu fram þremur erlendum leikmönnum þeim Kiana Johnson, Vilma Kesänen og Orla O‘Reilly. Með Val spilaði Brooke Johnson í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Valur setti tóninn frá fyrstu mínútu og leiddu í lok fyrsta leikhluta með 12 stiga mun (12-24) og var munurinn sá sami í hálfleik (35-47).

Í þriðja leikhluta reyndu KR stúlkur hvað þær gátu og náðu að saxa forystu Vals í 10 stig en lok leikhlutans var munurinn 13 stig (60-73). Í fjórða leikhluta stungu Valsstúlkur af og komust mest í 30 stiga mun en leikurinn endaði eins og áður sagði með 25 stiga sigri Vals (72-97).

Hjá Val voru atkvæðamestar: Dagbjört Samúelsdóttir með 22 stig, Brooke Johnson með 20 og 7 fráköst og 2 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir með 15 stig og 3 fráköst og Ásta Júlía Grímsdóttir með 13 stig, 10 fráköst og 3 varin skot.

Hjá KR voru atkvæðamestar: Orla O‘Reilly með 16 stig og 4 fráköst, Kiana Johnson 10 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar, Ástrós Ægisdóttir með 10 stig og Unnur Tara með 5 stig og 8 fráköst.

Fréttir
- Auglýsing -