spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaValsarar kafsigldu Grindvíkinga í Origo Höllinni

Valsarar kafsigldu Grindvíkinga í Origo Höllinni

Valur lagði Grindavík með 4 stigum, 100-96, í kvöld í 16. umferð Dominos deildar karla. Eftir leikinn er Grindavík í 7.-8. sæti deildarinnar ásamt ÍR með 14 stig á meðan að Valur er í því 10. með 10 stig.

Gangur leiks
Það voru heimamenn í Val sem byrjuðu leik kvöldsins betur. Leiddu þó aðeins með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 24-23. Voru þó aftur skrefinu á undan í öðrum leikhlutanum, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 47-43 heimamönnum í vil.

Í seinni hálfleiknum gerðu gestirnir úr Grindavík svo vel í að hleypa heimamönnum ekki of langt frá sér. Staðan þó 68-62 fyrir heimamenn fyrir lokaleikhlutann. Í honum reyndu grindvíkingar hvað þeir gátu til að ná yfirhöndinni, en allt kom fyrir ekki. Valur fór að lokum með 4 stiga sigur af hólmi, 100-96.

Haustbragur
Mikið var um tapaða bolta í leik kvöldsins. Hvort það voru ógnvænlegar varnir liðanna sem framkölluðu það að leikmenn köstuðu boltanum svo oft frá sér skal látið liggja á milli hluta, en Grindavík tapaði boltanum í 22 skipti í leiknum líkt og Valur.

Tölfræðin lýgur ekki
Heimamenn í Val voru með glæsilega skotnýtingu úr djúpinu í leik kvöldsins. Settu 13 af 25 þriggja stiga skota niður (52%) á móti aðeins 12 af 40 hjá Grindavík (30%)

Kjarninn
Grindavík virðist vera með allt fast í skrúfunni þessa dagana. Leikurinn í kvöld kannski einhver augljósasta víbending þess. Eru með eitt besta lið byrjunarlið landsins á pappírum, en framlag þeirra leikmanna virðist ekki vera næstum því jafn stöðugt og það þyrfti að vera, miðað við hvað þeir treysta á sína fyrstu 5-6.

Það er stutt á milli samt. Með smá lukku hefði Grindavík vel geta tekið þennan leik og komist aftur á sigurbraut, en í staðinn fyrir það eru þeir nú búnir að tapa þremur í röð og eiga á mikilli hættu að hreinlega detta úr úrslitakeppnissæti.

Valur hinsvegar gerði vel í að klára leikinn, það verður ekki tekið af þeim. Hafa í nokkur skipti í vetur verið í svona jöfnum leikjum, sem oftar en ekki hafa endað með tapi. Sigla nú nokkuð lygnan sjó í 10. sæti deildarinnar, að mestu lausir við miklar áhyggjur um að falla úr deildinni og væntanlegar (eðlilegar) vonir um að slysast upp í 8. sætið fyrir úrslitakeppnina.

Hetjan
Ragnar Ágúst Nathanaelsson var besti leikmaður vallarins í kvöld. Á aðeins 24 mínútum spiluðum skilaði hann 18 stigum og 10 fráköstum. Þá var nýting hans til fyrirmyndar, en hann skaut 67% af vellinum í leiknum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -