spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaValsarar hentu KR af toppnum

Valsarar hentu KR af toppnum

Topplið Dominos deildar kvenna, KR fékk heitasta lið deildarinnar Val í heimsókn í Reykjavíkurslag.

Valur hafði unnið sex leiki í röð fyrir kvöldið í kvöld en síðasti tapleikur liðsins kom gegn KR í annari umferð. KR voru sterkari framan af leik en litlu munaðu á liðunum.

Frábær þriðji leikhluti Vals gerði útaf við leikinn þar sem liðið náði tíu stiga forystu sem KR náði ekki að saxa á. Lokastaðan 82-70 fyrir Val sem tókst þar með að slá KR af toppnum þar sem Keflavík sigraði í kvöld.

Valur er nú fjórum stigum frá toppsætinu en liðið tapði síðast 28 nóvember síðastliðinn. Sjö sigurleikir í röð er staðreynd og liðið ansi líklegt til árangurs.

Tölfræði leiksins

Valur-KR 82-70 (18-21, 20-18, 25-16, 19-15)

Valur: Helena Sverrisdóttir 33/14 fráköst/6 stoðsendingar, Heather Butler 17/7 stoðsendingar, Simona Podesvova 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 6/7 fráköst/3 varin skot, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 3, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/6 fráköst, Marín Matthildur Jónsdóttir 0, Dagbjört Samúelsdóttir 0, Kristín María Matthíasdóttir 0, Anita Rún Árnadóttir 0.

KR: Kiana Johnson 21/6 fráköst/6 stoðsendingar, Orla O’Reilly 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ástrós Lena Ægisdóttir 12/7 fráköst, Vilma Kesanen 10, Perla  Jóhannsdóttir 5, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 5, Unnur Tara Jónsdóttir 4/7 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0, Þóra Birna Ingvarsdóttir 0, Jenný Lovísa Benediktsdóttir 0, Margrét Blöndal 0, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -