spot_img
HomeFréttirValin í úrvalslið Evrópumótsins í Búlgaríu

Valin í úrvalslið Evrópumótsins í Búlgaríu

Undir 20 ára lið kvenna lauk í gær keppni á Evrópumótinu í Sófíu í Búlgaríu með tapi gegn Tékklandi í leik upp á þriðja sætið. Árangur liðsins þó sögulegur, fjórða sætið, en yngra landslið kvenna hefur aldrei endað ofar áður.

Best í annars góðu liði Íslands á mótinu var Keflvíkingurinn Agnes María Svansdóttir, en hún var þriðji stigahæsti leikmaður mótsins með um 17 stig að meðaltali í leik. Mest setti hún 26 stig í leik sem tryggði Ísland í undanúrslit keppninnar. Að móti loknu var Agnes valin í fimm leikmanna úrvalslið mótsins, en það er valið af þjálfarateymum þeirra liða sem þátt taka.

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -