Bakvörðurinn Kári Jónsson úr Haukum var í Bandaríkjunum nýverið þar sem hann heimsótti háskólana New Hampshire og Drexel en báðir leika skólarnir í fyrstu deild NCAA háskólaboltans þar í landi.
„Ég er búinn að heimsækja þessa tvo skóla, New Hampshire og Drexel. Valið verður svo væntanlega úr þeim á næstunni,“ sagði Kári í snörpu samtali við Karfan.is í dag en það hefur legið í loftinu í nokkurn tíma að silfurlið Hauka myndi ekki njóta hans krafta á næstu leiktíð.