Valencia vann í gærkvöldi góðan sigur á Bayern Munchen í EuroLeague, 83-76. Valencia eftir leikinn í 8. sæti deildarinnar með 17 sigra og 14 töp það sem af er tímabili.
Martin lék ekki með Valencia í leiknum vegna meðsla, en hann fór meiddur af velli fyrr í vikunni gegn Barcelona í ACB deildinni á Spáni. Samkvæmt samtali Martins við vefmiðilinn mbl.is mun Martin vera með tognaðan vöðva í kálfa og verður hann frá í tvær vikur hið minnsta.
Mun hann því líklega missa af þessum síðustu leikjum Valencia í deildarkeppni EuroLeague, en mögulega klár ef að liðið kemst áfram í úrslitakeppnina. Sigur gærkvöldsins einkar mikilvægur fyrir Valencia í þeirri baráttu, en líkt og sjá má á töflunni verður baráttan um 8. sætið nokkuð hörð.
Valencia eiga næsta leik í EuroLeague þann 31. mars gegn Olympiacos Piraeus. Þaðan af eru svo bara tveir leikir eftir af deildarkeppninni, gegn fyrrum félögum Martins í Alba Berlin og sá síðasti er gegn Spánarmeisturum Baskonia.