spot_img
HomeFréttirValencia mættu varla til seinni hálfleiks

Valencia mættu varla til seinni hálfleiks

Eitthvað virðast Valencia vera að slaka á kló sinni á toppi ACB deildarinnar á Spáni á lokasprettinum en í dag töpuðu þeir nokkuð óvænt gegn liði Murcia og hafa nú Real Madrid jafnað Valencia að stigum og deila liðin öðru sætinu. Sem fyrr eru það Barcelona sem tróna á toppnum , tveimur sigrum fyrir ofan og eiga leik til góða. 

 

Allt leit þetta nokkuð vel út hjá Valencia í dag og leiddu þeir í hálfleik með 9 stigum þegar farið var til búningsherbergja í hálfleik.  En í seinni hálfleik virtist aðeins annað liðið mæta til leiks. Leikur Valencia gersamlega hrundi til grunna, áttu engin svör og hittu illa og þurftu að lokum að játa sig sigraða, 80:62. 

 

Jón Arnór Stefánsson spilaði sínar 15 mínútur í leiknum og skoraði 3 stig, hitti úr einu af þremur þriggja stiga skotum sínum og sendi eina stoðsendingu. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -