Það ætti svo sem að koma fæstum á óvart en í kvöld sigraði lið Real Madrid andstæðinga sína í 8 liða úrsltium Murcia 93 stigum gegn 72 og eru þar með komnir í undan úrslit þar sem þeir mæta liði Valencia. Real Madrid eru núverandi meistarar og hafa heimavallaréttinn í seríunni. En þetta tímabilið hófu þeir Valencia menn einmitt á því að leggja meistarana á sínum heimavelli. En töpuðu heimaleiknum á ótrúlegan hátt þegar Sergio Llull setti niður langskot frá eigin vallarhelming.
Í hinni viðureigninni verða það Laboral Kutxa og Barcelona sem eigast við. Síðustu fjögur tímabil hafa Barcelona og Real Madrid mæst í úrslitum um spænska titilinn en í fyrra var Unicaja Malaga með Jón Arnór Stefánsson innanborðs hársbreidd frá úrslitum þegar þeir fóru með Barcelona í oddaleik. Annað árið í röð er þar með okkar maður komin í undanúrslit í næst sterkustu deild heims.