spot_img
HomeFréttirVærlöse rassskellti Horsens í gær

Værlöse rassskellti Horsens í gær

 
Íslendingaliðin Værlöse og Horsens IC mættust í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og landaði Værlöse þar þriðja sigri sínum á leiktíðinni með því að rassskella Horsens 92-56. Axel Kárason lék í rúmar 4 mínútur í sigurliði Værlöse og skoraði 2 stig í leiknum.
Sigurður Þór Einarsson lék í rúmar 16 mínútur í leiknum og skoraði 5 stig. Með sigrinum náðu Axel og félagar að jafna BK Amager að stigum og eiga einnig leik til góða á BK Amager svo bjartara er yfir hlutunum þessa dagana hjá Værlöse en í upphafi leiktíðar þar sem liðið tapaði sjö fyrstu leikjunum sínum. Horsens eru í 5. sæti með 10 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -