Nú á dögunum hélt Stefan Bonneau til síns heima í Bandaríkjunum og augljóst að kappinn var spenntur að hitta fjölskyldu sína vestra. Bonneau á tvo drengi heima fyrir sem hann segist tala við reglulega í gegnum Facetime. Stefan Bonneau hefur verið hér á landi í tæpt ár eða síðan í september á síðasta ári en aðeins náð að skila 3 mínútum á vellinum sökum meiðsla. Líkast til þekkja allir þá sögu til enda. Karfan.is ræddi við Bonneau áður en hann fór og við spurðum hann út í meiðslin og út í þann dag sem að hann kom tilbaka. Bonneau var einlægur í viðtalinu og augljóst að þessi meiðsli hafa tekið toll á honum en þrátt fyrir það er kappinn enn með bros herðanna á milli og lítur björtum augum á það sem koma skal.
Við spurðum Bonneau einnig út í þær sögusagnir um það að hann hafi mætt til Njarðvíkinga meiddur og hvernig þær sögusagnir tókust á loft. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan.
Mynd: Bonneau með sýnikennslu á Nettómótinu 2015
Þakkir fá VF.is