Undanfarna daga hefur verið umræða um hinar ýmsu Evrópukeppnir félagsliða í körfubolta og greinilegt að það eru ekki allir með það á hreinu hvað hver keppni heitir, sem getur vissulega verið skiljanlegt. Ég ætla því að gera mitt besta til að útskýra þetta.
Evrópukeppni félagsliða karla eru 4 og reknar af 2 mismunandi aðilum. Kvennakeppnirnar eru 2 og reknar af sama aðila.
Karlamegin er FIBA með 2 keppnir, Basketball Champions League (BCL) og FIBA Europe Cup (FEC). BCL er þó rekin af sér fyrirtæki sem er í helmings eigu FIBA og hinn helminginn eiga 11 deildir í Evrópu, Belgía, Frakkland, Grikkland, Ísrael, Ítalía, Litháen, Pólland, Spánn, Tékkland, Tyrkland og Þýskaland. Það er þó þannig að landsmeisturum allra þjóða innan FIBA Europe er boðið að taka þátt en sumar þurfa að fara í gegnm forkeppni. Ef þær komast ekki í gegnum forkeppni geta þær valið að fara í FEC. Í vetur munu 32 lið taka þátt í riðlakeppni deildarinnar sem leikin er heima og að Heiman. 29 komast þangað beint en 25 fara í forkeppni um 3 laus sæti.
FEC er að fullu í eigu FIBA. Þar verða 40 lið sem taka þátt í riðlakeppni sem er fjölgun um 8 lið frá í fyrra vegna mikils áhuga. 13 lið fara beint í riðlakeppnina sem er leikin heima og að heiman, 20 lið að hámarki koma úr forkeppni BCL en 22 lið keppa í forkeppni fyrir FEC og komast a.m.k. 7 lið þar áfram en geta orðið fleiri ef minna en 20 lið koma úr forkeppni BCL. Þetta er keppnin sem Tindastóll tekur þátt í og Þór Þ. tók þátt í í fyrra.
Euroleague Commercial Assets (ECA) er svo fyrirtæki í eigu 13 liða í Evrópu, sumir segja stærstu og ríkustu liðanna. Anadolu Efes frá Tyrklandi, Barcelona frá Spáni, Fenerbahce frá Tyrkalndi, Maccabi Tel Aviv frá Ísrael, Milan frá Ítalíu, Olympiacos frá Grikklandi, Panathinaikos frá Grikklandi, Real Madrid frá Spáni, ASVEL Basket frá Frakklandi, Bayern Munich frá Þýskalandi, Zalgiris frá Litháen og CSKA Moscow frá Rússlandi sem þó er í banni núna. Besta deild þeirra heitir Euroleague (EL) og þessi 13 ráða ferðinni í þessari deild og er hún alveg óháð FIBA eins og oft hefur komið fram, í raun hefur andað köldu milli ECA og FIBA oft á tíðum en þó virðist vera betra á milli þeirra núna en oft áður og því ættu leikmenn sem eru að spila í ECA keppnum að geta tekið þátt í landsleikjum næsta vetur. 18 lið taka þátt í Euroleague og eru það liðin 13 sem eiga deildina ásamt liðum sem eru samþykkt inn af eigendunum.
ECA á líka aðra keppni sem heitir EuroCup (EC). Þar eru oftast lið sem dreymir um að komast í Euroleague og eru samþykkt af eigendunum, sigurvegari EuroCup á hverju ári vinnur sér sæti í Euroleague að ári. Næsta vetur munu 20 lið taka þátt í EuroCup.
Nokkuð hefur verið um það síðustu ár að lið eru að flakka milli BCL og EC, fer eftir því hvernig pólitískir vindar og peningar sveiflast.
FIBA rekur svo tvær kvennakeppnir, sú efri heitir Euroleague women (ELW) og sú neðri EuroCup women (ECW) en Haukar tóku einmitt þátt í ECW fyrir 2 árum.
16 lið taka þátt í riðlakeppni ELW en 13 fara beint í riðla á meðan 6 lið taka þátt í forkeppni um 3 laus sæti.
48 lið taka þátt í riðlakeppn ECW en 6 þeirra fara í forkeppni þar sem 3 komast áfram og einhver lið koma úr forkeppni ELW
Samndregið þá eru þetta nöfnin á keppnunum.
FIBA
Karla
Basketball Champions League (BCL)
FIBA Europe Cup (FEC) / Tindastóll tekur þátt hér
Kvenna
Euroleague women (ELW)
EuroCup women (ECW)
ECA
Karla
Euroleague (EL)
EuroCup (EC)