spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaUtanlandsbolti: Styrmir Snær Þrastarson Union Mons

Utanlandsbolti: Styrmir Snær Þrastarson Union Mons

Næstur í utanlandsboltanum er Styrmir Snær Þrastarson sem leikur í Belgíu með liði Union Mons. Þegar þetta viðtal fór fram voru þeir hjá Union Mons með 50% vinningshlutfall eftir fína byrjun á mótinu. Við dýfum okkur beint í djúpu og spyrjum Styrmi um veruna í Belgíu og líf atvinnumanns þar.

“Það gengur vel, þetta er auðvitað öðruvisi heldur en heima. Hérna er karfan númer eitt tvö og þrjú. Yfirleitt er þetta ein æfing á dag með vídeo fund og lyftingum. Þannig maður er að mæta upp í höll klukkan 10:00 og klukka sig út klukkan 14:30 á eðlilegum degi.”

Betri byrjun í ár en í fyrra

Sem fyrr segir hefur árangur liðsins verið upp og niður en þó bjartara en fyrir ári síðan.

“Við byrjuðum mjög vel en svo fór að halla aðeins undan fæti. Við erum búnir að spila flest alla leiki án okkar besta leikmanns sem að lenti í leiðinlegum meiðslum. Flestir tapleikirnir okkar hafa tapast í lokin og flestir sigurleikirnir okkar hafa unnist í lokin, þannig að þetta hafa verið mjög jafnir leikir. En byrjunin í ár er betri heldur en í fyrra þar sem við unnum einungis einn leik af fyrstu tólf.”

Varnarleikur og brjóta upp varnir

Í atvinnumennsku sem og annarsstaðar snýst lífið svolítið mikið um hlutverkaskipti innan liðsins og er hún oft skýrari í atvinnumannadeildum. Hvernig er hlutverk Styrmis í Belgíu og hver er munurinn þarna úti og t.a.m. í Höfninni (Þorlákshöfn)?

Þetta er náttúrulega allt öðruvísi en heima. Við æfum meira, yfirleitt í 2-5 tíma á dag. Hérna eru 10 leikmenn sem að gætu allir verið í stóru hlutverki þannig að samkeppnin á æfingum er meiri en á Íslandi. Aðal munurin er sá að við æfum töluvert meira af varnarleik heldur en heima. Við förum meira í smáatriði varnarleiksins og erum með fullt af mismunandi varnarfærslum sem að maður var kannski ekki vanur að spila heima. Einnig mætum við yfirleitt klukkutíma fyrir hverja æfingu til þess að teygja eða taka auka skot, þannig að ein æfing getur alltaf staðið yfir í 3-4 tíma. Fyrir mig persónulega í ár þá hef ég verið að vera einbeita mér mikið á varnarleik, og yfirleitt er ég settur á helsta skorarann í hinu liðinu, sóknarlega er mitt starf að keyra á körfuna, brjóta upp varnir og finna opna mannin á “drive-inu”.

Það sem af er á þessu tímabili þó stutt sé liðið þá vildum við hlera Styrmir hvað stæði uppúr. Okkar maður nokkuð fljótur til svara enda lögðu þeir “risann” í deildinni.

Við sem lið erum búnir að lenda í ýmsu. En það sem stendur upp úr á þessari leiktíð er sigurinn gegn Antwerp Giants. Þeir eru með virkilega sterkt lið og spila í Champions league. við áttum frábæran leik og tókum þá nokkur örugglega á heimavelli

Gengur misvel að læra Frönskuna (oui oui)

Hvernig gengur svo búseta í Belgíu og almennt lífið hjá Styrmi Snæ utan vallar?

Já, þetta getur auðvitað verið erfitt að vera einn úti og sjá ekki vini eða fjölskyldu í langan tíma en þetta er þá bara spurning um að finna sér eitthvað að gera í frítímanum. Hvort sem það er að fara og skoða eitthvað, finna sér ný áhugamál eða horfa á sjónvarpið. Ég er mjög heppin með lið, það er góður andi í hópnum og ég næ mjög vel til allra í liðinu. Annars er ég orðin mjög náinn fjölskyldu hérna á svæðinu sem að er mjög mikið í kringum liðið. Þau bjóða mér reglulega í mat og reyna að kenna mér frönsku sem að gengur mis vel. “

Minni hraði, meiri taktík

BNXT deildin er spiluð í Hollandi og Belgíu og var okkur spurn að hlera Styrmi um styrk deildarinnar og annað er tengist því?

Deildin hérna úti er sterk og er alltaf að verða sterkari. Hún er kannski ekki jafn hröð og heima en hún er klárlega taktískari. Flestir leikmenn í BNXT deildinni eru miklir í íþróttamenn þannig að opnar leiðir að körfunni eru færri og flest öll skot eru skot sem þú þarft að hafa vel fyrir og góður varnarmaður sér til þess að þú fáir ekkert gefins. Deildin hérna er mjög líkamlega sterk og liðin fara mjög vel yfir hvort annað þannig hver leikur verður oft eins skák. Reglan hérna úti er sú að þú mátt vera með sjö „útlendinga” á skýrslu. Þessir sjö útlendingar mega vera hvaðan sem er. Við erum til dæmis með þrjá Bandaríkjamenn, einn Senegala og einn frá Nýja Sjálandi, en í fyrra vorum við á tímapunkti með 5 Bandaríkjamenn. Flestir kanarnir sem að koma hingað eru virkilega góðir rullu-spilarar og kannski minni skorarar heldur en heima á íslandi

Þykist læra á gítar

Fylgjast menn með körfunni hérna heima reglulega og nærðu að skða þig eitthvað um þarna?

Já maður reynir auðvitað að fylgjast með deildinni heima og horfa á sem flesta leiki hjá hinum strákunum hérna út í Evrópu. En á góðum degi reynir maður að skoða sig um hér í kring. Það er auðvitað skemmtileg tilbreyting að getað keyrt yfir í næsta land á innan við 20 mínútum og ég reyni að vera duglegur að kíkja til Brussel eða Lille í Frakklandi á frí dögunum. Annars eyði ég frítímanum mikið heima að horfa á körfubolta, enska boltann eða þykjast æfa mig á gítar. Svo  heyrir maður oft í fjölskylduni í frítímanum og reynir að finna tíma til þess að heyra í „litla” bróður mínum (Tómasi). Það getur verið flókið að ná í hann þar sem að hann svarar yfirleitt ekki í símann og ofan á það er í 9 tíma mismunur

Þökkum Styrmi fyrir spjallið

Glæsileg höllin hjá Union Mons

Fréttir
- Auglýsing -