00:31
{mosimage}
(Það var vel fangað þegar bikarinn var kominn í hús)
Hamar tryggði sér fyrr í kvöld deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla og réttinn til að leika meðal þeirra bestu á ný eftir aðeins eins árs fjarveru.
Hamarsmenn unnu granna sína í Þór Þ. 90-86 í hörkuleik. Þór var að reyna ná inn í úrslitakeppnina en þeir þurftu að sigra Hvergerðinga ásamt því að treysta á önnur úrslit.
Keppnistímabilið hjá Hamri hefur verið afar glæsilegt en liðið hefur verið á toppi 1. deildar frá upphafi en deildu þó toppsætinu með Haukum og Val á fyrri hluta mótsins en þeir lögðu keppinauta sína og tróndu einir á toppnum og tóku deildina með glæsibrag.
Strákarnir hans Ágústs Björgvinssonar unnu 15 leiki og töpuðu þremur og telst það afar góður árangur.
myndir: [email protected]
{mosimage}
(Marvin Valdimarsson hefur frábær í vetur og í kvöld skoraði hann 40 stig)