Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði í dag í máli Þórs Þorlákshafnar gegn Mótanefnd KKÍ. Þór kærði úrslit leiks Þórs/Hamars og Breiðabliks í undanúrslitum 11. flokks karla en leiknum lauk með sigri Breiðabliks 93-91.
Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðar að úrslit leiksins standi og því fer Breiðablik áfram í úrslitaleikinn en honum var frestað á sínum tíma vegna kærunnar. Hann átti að vera sunnudaginn 25. apríl en verður núna á fimmtudag kl. 18.30 í Smáranum milli Njarðvíkur og Breiðabliks.
Hægt er að lesa úrskurðinn hér.