spot_img
HomeFréttirÚrslitin hefjast á morgun: Njarðvík sópaði KR síðast

Úrslitin hefjast á morgun: Njarðvík sópaði KR síðast

14:19 

{mosimage}

 

 

Úrslitarimma Íslandsmeistara Njarðvíkur og KR hefst á morgun, mánudaginn 9. apríl kl. 20:00 þar sem fyrsti leikur liðanna fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Íslandsmeistararnir hafa heimavallarréttinn þar sem þeir urðu deilarmeistarar en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. Takist Njarðvíkingum að verða Íslandsmeistarar vinna þeir titilinn í 14. sinn en ef KR vinnur verða þeir Íslandsmeistarar í 10. sinn. Aðeins eitt félag hefur oftar orðið Íslandsmeistari en Njarðvík og KR en það eru núverandi Bikarmeistarar ÍR sem alls hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn 15. sinnum.

 

Njarðvík og KR léku síðast til úrslita leiktíðina 1997-1998 þar sem Njarðvík fagnaði sigri eftir 3-0 sigur á KR. Þetta er jafnfram í fyrsta sinn síðan leiktíðina 1999-2000 sem Reykjavíkurlið leikur til úrslita í Íslandsmótinu.

 

Fyrsti leikurinn í úrslitunum Njarðvíkur og KR leiktíðina 1997-1998 fór fram á heimavelli KR þar sem þeir höfðu heimavallarréttinn. Njarðvík vann þann leik 75-88 þar sem Petey Sessoms gerði 26 stig og tók 15 fráköst fyrir Njarðvíking en hjá KR var Keith Vassell með 21 stig og 15 fráköst en Osvaldur Knudsen gerði einnig 21 stig fyrir KR í þeim leik.

 

Annar leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni þar sem Njarðvíkingar komust í 2-0 með 72-56 sigri þar sem Petey Sessoms fór enn á kostum í Njarðvíkurliðinu og nú með 35 stig og 12 fráköst. Hjá KR var Baldur Ólafsson með 15 stig og 12 fráköst.

 

Njarðvíkingar urðu svo Íslandsmeistarar á heimavelli KR með þriðja og síðasta sigrinum í seríunni, 94-106. Petey Sessoms var sem fyrr stigahæstur Njarðvíkinga en hann gerði 34 stig og tók 14 fráköst í Njarðvíkurliðinu þennan dag, 19. apríl árið 1998 en hjá KR var Keith Vassell með 29 stig og 13 fráköst.

 

Liðin hafa tvívegis mæst í deildarkeppninni í vetur og hafði KR sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í DHL-Höllinni. Lokatölur í þeim leik voru 75-69 KR í vil þar sem Jeremiah Sola gerði 22 stig fyrir KR. Hjá Njarðvík voru þrír leikmenn með 14 stig, þeir Brenton Birmingham, Friðrik Erlendur Stefánsson og Jeb Ivey. Annar leikur liðanna fór fram sl. febrúar þar sem Njarðvíkingar lönduðu 83-73 sigri í Ljónagryfjunni. Jeb Ivey gerði 27 stig í leiknum fyrir Njarðvík en hjá KR var Tyson Patterson með 26 stig.

 

{mosimage}

 

Njarðvíkingar hafa þrettán sinnum orðið Íslandsmeistarar en KR hefur níu sinnum landað þeim stóra. ÍR-ingar eru enn sigursælasta lið úrvalsdeildarinnar en þeir hafa fimmtán sinnum orðið Íslandsmeistarar en Njarðvík, Keflavík og KR gera nú harða atlögu að titlameti ÍR-inga.

 

Fyrstu þrír leikir Njarðvíkur og KR eru eftirfarandi samkvæmt skipulagi www.kki.is

 

Mán.  9.apr.2007                 20.00

Fim. 12.apr.2007                 20.00

Lau. 14.apr.2007                 14.50

Nokkrar tölulegar staðreyndir:

 

Úrslitaeinvígi síðustu 10 árin:

 

2006 – Njarðvík-Skallagrímur (Njarðvík meistari)

2005 – Keflavík-Snæfell (Kefalvík meistari)

2004 – Kefalvík-Snæfell (Kefalvík meistari)

2003 – Grindavík-Keflavík (Keflavík meistari)

2002 – Keflavík-Njarðvík (Njarðvík meistari)

2001 – Njarðvík-Tindastóll (Njarðvík meistari)

2000 – KR-Grindavík (KR meistari)

1999 – Keflavík-Njarðvík (Keflavík meistari)

1998 – KR-Njarðvík (Njarðvík meistari)

1997 – Keflavík-Grindavík (Keflavík meistari)

 

Íslandsmeistaratitlar KR:

 

1964-1965: KR

1965-1966: KR

1966-1967: KR

1967-1968: KR

1973-1974: KR

1977-1978: KR

1978-1979: KR

1989-1990: KR

1999-2000: KR

 

Íslandsmeistaratitlar Njarðvíkur

 

1980-1981: Njarðvík

1981-1982: Njarðvík

1983-1984: Njarðvík

1984-1985: Njarðvík

1985-1986: Njarðvík

1986-1987: Njarðvík

1990-1991: Njarðvík

1993-1994: Njarðvík

1994-1995: Njarðvík

1997-1998: Njarðvík

2000-2001: Njarðvík

2001-2002: Njarðvík

2005-2006: Njarðvík

 

www.vf.is

 

Fréttir
- Auglýsing -