spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaÚrslitakeppnin af stað í Fylkishöllinni - Frítt inn í kvöld

Úrslitakeppnin af stað í Fylkishöllinni – Frítt inn í kvöld

Deildarmeistarar Fylkis hefja undanúrslit 2. deildar karla í dag með leik gegn Vestra heima í Fylkishöllinni kl. 19:30.

Leikurinn er annar tveggja sem leiknir eru í undanúrslitum 2. deildarinnar í dag, en silfurlið deildarkeppninnar Leiknir tekur á móti Laugdælum hinum megin við Elliðaárdalinn í Unbroken höllinni í Austurbergi.

Líkt og með leikinn í Breiðholti er frítt inn í Fylkishöllina í kvöld og hvetur Karfan lesendur til þess að kíkja við á þessum leikjum og fylgjast með þeirri sönnu ástríðu sem oft fylgir leikjum neðri deilda.

Fréttir
- Auglýsing -