spot_img
HomeFréttirÚrslitakeppni karla hefst í dag

Úrslitakeppni karla hefst í dag

11:28

{mosimage}

Það er nóg um að vera í dag, úrslitakeppni Icleand Express deildar karla hefst klukkan 16, úrslitafjölliðamót í 8. flokk karla og kvenna er í fullum gangi og þá eru lokaleikir í 2. deild karla. Í Iceland Express deildinni tekur Snæfell á móti Stjörnunni og Grinadvík á móti ÍR.

Leikir Snæfells og Stjörnunnar hafa verið jafnir í vetur, liðin hafa unnið sitthvorn leikinn með litlum mun og má því reikna með hörkuleik þar sem Justin Shouse heimsækir fyrrum félaga sína í Stykkishólmi.

Grindavík og ÍR léku í lokaumferðinni í deildarkeppninni og eftir spennandi leik hafði Grindavík sigur í Seljaskóla en fyrri leik þeirra, í Grindavík, unnu Grindavíkingar nokkuð örugglega.

Hægt er að lesa sögulega samantekt á viðureignum liðanna í grein sem birtist á karfan.is í gær.

Úrslitafjölliðamót 8. flokks karla og kvenna fara fram í Reykjanesbæ, drengirnir leika í Njarðvík og stúlkurnar í Akademínunni.

Hægt er að sjá alla leiki dagsins hér.

[email protected]

Mynd: Eyþór Benediktsson

Fréttir
- Auglýsing -