Úrslitakeppni fyrstu deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum.
Sindri tekur á móti liði Selfoss á Höfn í Hornafirði og í Forsetahöllinni mætast heimamenn í Álftanesi og Skallagrímur.
Til þess að komast áfram í undanúrslit úrslitakeppninnar þurfa liðin að vinna tvo leiki.
Fyrsta deild karla:
Sindri Selfoss – kl. 19:15
Álftanes Skallagrímur – kl. 19:15