Deildarmeistarar Fylkis hefja úrslitarimmu 2. deildar karla í kvöld með leik gegn Aþenu/Leikni R. í Fylkishöllinni kl. 19:30.
Leikurinn er fyrsti úrslitaleikur 2. deildarinnar af þremur mögulegum, en lið þarf að vinna tvo leiki til að verða Íslandsmeistari 2. deildar karla.
Það er frítt inn í Fylkishöllina í kvöld og hvetur Karfan lesendur til þess að kíkja við á þessum leikjum og fylgjast með þeirri sönnu ástríðu sem oft fylgir leikjum neðri deilda. Fylkir og Aþena/Leiknir R. eru liðin í efstu tveimur sætunum í 2. deildinni og því ljóst að um mjög spennandi leik verður að ræða.