Úrslitaeinvígi fyrstu deildar karla fer af stað í kvöld þegar að Höttur tekur á móti Álftanesi á Egilsstöðum kl. 19:15.
Í undanúrslitum deildarinnar lagði Höttur lið Fjölnis 3-0 og Álftanes hafði betur gegn Sindra 3-1.
Leikið er um sæti í Subway deildinni, en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sig upp.
Áður höfðu Haukar tryggt sér hitt sætið, beint upp, með því að vinna deildarkeppni fyrstu deildarinnar.
Leikur dagsins
Fyrsta deild karla – Úrslitaeinvígi
Höttur Álftanes – kl. 19:15