DHL Höllin í Vesturbænum iðar af lífi í dag en þá standa yfir úrslit yngri flokka. Tveir leikir fóru fram í gærkvöldi þar sem kom í ljós að Keflavík og Njarðvík munu leika til úrslita í unglingaflokki karla. Þeir sem eiga ekki kost á því að fara í DHL Höllina geta stillt sig af framan við tölvuna því KR TV verður með alla leikina í beinni netútsendingu.
Núna strax kl. 09:00 verða það Njarðvík og Breiðablik sem hefja daginn í DHL Höllinni þegar liðin mætast í undanúrslitum í 9. flokki drengja.
Leikir dagsins:
9. flokkur drengja
09:00 Njarðvík-Breiðablik
10:30 KR-Grindavík
10. flokkur stúlkna
12:00 Haukar-Njarðvík
13:30 Keflavík-Tindastóll
11. flokkur drengja
15:00 Grindavík-Stjarnan
17:00 Haukar-KR
Unglingaflokkur kvenna
19:00 Keflavík-Grindavík
21:00 Njarðvík-Valur