spot_img
HomeFréttirÚrslit vikunnar í bandaríska háskólaboltanum

Úrslit vikunnar í bandaríska háskólaboltanum

Fjölmargir íslenskir leikmenn leika í bandaríska háskólaboltanum. Hér fyrir neðan má sjá úrslit síðustu daga og framlög íslenskra leikmanna í þeim.

Tómas Valur og félagar í Washington St. Cougars tóku tvo leiki í vikunni í WCC úrslitakeppninni. Í fyrri leiknum var Tómas með 3 stig, 4 fráköst, varið skot og stoðsendingu í 17 stiga sigri gegn LMU. Í þeim seinni skilaði Tómas 2 stigum og 3 fráköstum í 11 stiga tapi gegn San Francisco. Washington St. er þá dottið úr leik og komast ekki í geðveikina í mars nema þeir fá boðsmiða (32 lið komast í keppnina með því að vinna sína deild og 36 fá boðsmiða).  

https://wsucougars.com/sports/mens-basketball/stats/2024-25/no-7-lmu/boxscore/20797

https://wsucougars.com/sports/mens-basketball/stats/2024-25/no-4-san-francisco/boxscore/21048

Almar Orri og félagar spilaðu gegn þremur liðum í vikunni og komust alla leið í úrslitaleikinn en töpuðu þar gegn Drake. Í fyrsta leiknum spilaði Almar 8 mínútur og skilaði 1 vörðu skoti í 8 stiga sigri gegn Murray State. Í leik tvo spilaði Almar 7 mínútur í 5 stiga sigri gegn Valparaiso. Í úrslitaleiknum spilaði Almar 3 mínútur og náði einu frákasti í 15 stiga tapi. Bradley kemst þá  ekki í geðveikina í mars nema þeir fá boðsmiða.  

https://bradleybraves.com/sports/mens-basketball/stats/2024-25/quarterfinal-vs-7-murray-state/boxscore/22370

https://bradleybraves.com/sports/mens-basketball/stats/2024-25/semifinal-vs-11-valparaiso/boxscore/22534

https://bradleybraves.com/sports/mens-basketball/stats/2024-25/championship-vs-1-drake/boxscore/22536

Elísabeth Ægisdóttir og félagar í Liberty Flames unnu í 8-liða úrslitum gegn Sam Houston. Elísabet byrjaði inn á í  og skilaði 2 fráköstum og stoðsendingu. Liberty spila í undanúrslitum í kvöld á móti Louisiana Tech.  

https://libertyflames.com/sports/womens-basketball/stats/2024-25/sam-houston/boxscore/14420

Sigrún Björg Ólafsdóttir og hennar konur í Chattanooga Mocs komust alla leið í úrslit í Southern úrslitakeppninni en töpuðu þar gegn UNC Greensboro í framlengdum leik. Af 125 mínútum sem voru spilaðar í úrslitakeppninni spilaði Sigrún 142.Í fyrsta leiknum skilaði Sigrún 9 stigum,  stolnum boltum, stoðsendingu og 6 fráköstum. Í undanúrslitunum skilaði hún 8 stigum, 3 fráköstum, 2 stolnum og 2 stoðsendingum. Í úrslitaleiknum skilaði hún 7 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum. Chattanooga kemst þá  ekki í geðveikina í mars nema þær fá boðsmiða. 

https://gomocs.com/sports/womens-basketball/stats/2024-25/mercer/boxscore/16411

https://gomocs.com/sports/womens-basketball/stats/2024-25/furman/boxscore/16410

https://gomocs.com/sports/womens-basketball/stats/2024-25/unc-greensboro/boxscore/16408

Jana Falsdóttir og Fullerton töpuðu fyrir UC Riverside, 51-61. Jana lék 40 mínútur í leiknum og var með 14 stig, 2 fráköst, stoðsendingu og 2 stolna bolta. Leikurinn var þeirra síðasti í deildinni á þessu tímabili.

https://www.espn.com/womens-college-basketball/boxscore/_/gameId/401715120

Vantar einhvern á listann? Endilega sendu hlekk með tölfræði og nafni á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -