Fjölmargir íslenskir leikmenn leika í bandaríska háskólaboltanum. Hér fyrir neðan má sjá úrslit síðustu daga og framlög íslenskra leikmanna í þeim.
Ólafur Ingi Styrmisson og hans menn eru komnir í úrslit í RMAC conference, þeir eru búnir að spila tvo leiki í keppninni. Í fyrsta leiknum spiluðu þeir gegn UC-Colo. Springs og unnu nauman 3 stiga sigur, í þeim leik skilaði Ólafur 2 fráköstum og 1 stoðsendingu á 12 mínútum. Í seinni leiknum voru það Fort Lewis menn sem tóku á móti þeim og unnu Regis 62-69, þar má segja að Ólafur hafi átt stórleik því hann skoraði 20 stig (mest í leiknum), 7 fráköst, 1 varið skot og 1 stolin bolti. Regis spila í úrslitum í kvöld eða klukkan 02:00 að íslenskum tíma.
https://regisrangers.com/sports/mens-basketball/stats/2024-25/fort-lewis-college/boxscore/6473
Elías Bjarki Pálsson og félagar í Augusta kepptu í Peach Belt confrence úrslitakeppninni í D2, þeir töpuðu á mótiNorth Georgia í fyrstu umferðinni. Í leiknum skilaði Elías 8 stigum, 5 fráköstum og stoðsendingu á 23 mínútum.
Hekla Eik Nökkvadóttir og félagar í App state töpuðu gegn Marshall 66-75 í úrslitakeppninni í Sun Belt conference. Hekla spilaði 3 mínútur og komst ekki á blað.
https://appstatesports.com/sports/womens-basketball/stats/2024-25/-11-marshall/boxscore/9266
Sveinn Búi Birgisson og Lynn Fighting Knights komust í 8-liða úrslit í SSC úrslitakeppninni en töpuðu þar á móti Florida Southern. Í fyrsta leik úrslitakeppnirnar á móti Palm Beach skilaði Sveinn 5 stigum, 2 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta í 19 stiga sigri. Á móti Florida Southern skilaði Sveinn 3 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum í 5 stiga tapi.
Vantar einhvern á listann? Endilega sendu hlekk með tölfræði og nafni á karfan@karfan.is