Fjölmargir íslenskir leikmenn leika í bandaríska háskólaboltanum. Hér fyrir neðan má sjá úrslit síðustu daga og framlög íslenskra leikmanna í þeim.
Tómas Valur og félagar í Washington St. Cougars tóku tvo leiki í vikunni. Í fyrri leiknum var Tómas með 7 stig, 5 fráköst, varið skot og stolinn bolta í 7 stiga sigri gegn San Diego. Í þeim seinni skilaði Tómas 4 stigum, 2 stolnum og 6 fráköstum í öðrum 7 stiga sigri, en í þetta sinn gegn Pepperdine. Eftir leikina eru Cougars 18-13 og enda í sjötta sæti í sinni deild og eru núna að fara spila í WCC úrslitakeppninni. Fyrsti leikur þeirra verður í þriðju umferðinni, sigurvegari úrslitakeppninnar fá sæti í geðveikinni í mars.
https://wsucougars.com/sports/mens-basketball/stats/2024-25/pepperdine/boxscore/20794
https://wsucougars.com/sports/mens-basketball/stats/2024-25/san-diego/boxscore/20793
Almar Orri og félagar unnu gegn UNI og skilaði Almar 7 stigum, 2 frákasti og 1 vörðu skoti á 18 mínútum. Eftir leikinn er Bradley 24-7 og enda í örðu sæti á sinni deild. Þeir spila fyrsta leikinn sinn í úrslitakeppni 7.mars í annarri umferð í Missouri valley confrence úrslitakeppninni.
https://bradleybraves.com/sports/mens-basketball/stats/2024-25/northern-iowa/boxscore/22368
Jana Fals og félagar hennar í Cal St. Fullerton tóku tvo leiki í vikunni. Í þeim fyrri var sannfærandi tap gegn UC Irvine 34-62. Jana skilaði 4 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum í leiknum á 20 mínútum. Í þeim seinni var annað tap og ana skilaði 4 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum í leiknum á 22 mínútum. Cal St. Fullerton er núna 7-21 á tímabilinu og enda í níunda sæti í sinni deild og þannig ekki inn í úrslitakeppninni.
https://fullertontitans.com/sports/womens-basketball/stats/2024-25/uc-irvine/boxscore/7054
https://fullertontitans.com/sports/womens-basketball/stats/2024-25/uc-san-diego/boxscore/7055
Helena Rafnsdóttir og félagar tóku tvo leiki í vikunni. Í þeim fyrri skilaði Helena 2 stigum og 3 töpuðum boltum. Í þeim seinni spilaði hún bara 3 mínútur og skilaði 2 stigum í 8 stiga sigri. Eftir leikina eru North Florida 5-26 og sitja í neðsta sæti í sinni deild og komast því ekki í úrslitakeppnina.
https://unfospreys.com/sports/womens-basketball/stats/2024-25/stetson/boxscore/20171
https://unfospreys.com/sports/womens-basketball/stats/2024-25/jacksonville/boxscore/20172
Elísabet Ægisdóttir og félagar í Liberty Flames unnu tvo sigra í vikunni. Elísabet byrjaði inn á í báðum og í þeim fyrri skilaði hún 3 fráköstum og 2 vörðum skotum. Í þeim seinni skilaði hún 2 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum. Eftir leikinn eru Liberty 21-6 og enda í öðru sæti í þeirra deild og spila í annarri umferð í úrslitakeppninni í Confrence USA.
https://libertyflames.com/sports/womens-basketball/stats/2024/jacksonville-st-/boxscore/14415
https://libertyflames.com/sports/womens-basketball/stats/2024/kennesaw-st-/boxscore/14416
Sigrún Björg Ólafsdóttir og hennar konur í Chattanooga Mocs tóku tvo leiki í vikunni. Sigrún byrjaði inn á og spilaði 85 mínútur sem voru í boði í leikjunum. Í þeim fyrri skilaði hún 7 stigum, 2 stolnum boltum, 4 stoðsendingum og 5 fráköstum. Í þeim seinni skilaði hún 5 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum. Eftir leikina enda Chattanooga 14-13 og eru í öðru sæti í deildinni og spila sinn fyrsta leik í 8-liða úrslitum í Southern úrslitakeppninni.
https://gomocs.com/sports/womens-basketball/stats/2024-25/furman/boxscore/15979
https://gomocs.com/sports/womens-basketball/stats/2024-25/wofford/boxscore/15980
Vantar einhvern á listann? Endilega sendu hlekk með tölfræði og nafni á [email protected]