Fimm leikir fóru fram í kvöld í 12. umferð Dominos deildar karla.
Þór sigraði topplið Tindastóls í Þorlákshöfn, KR lagði Skallagrím í Borgarnesi, Grindavík vann Breiðablik í Smáranum, Stjarnan sigraði ÍR í Breiðholtinu og þá bar Valur sigurorð af Haukum í Hafnarfirði.
Einn leikur er þá eftir af þessari fyrstu umferð eftir jóla og áramótahlé, en það er viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur sem fram fer annað kvöld.
Dominos deild karla:
Þór 98 – 90 Tindastóll
Skallagrímur 78 – 94 KR
Breiðablik 103 – 104 Grindavík
ÍR 83 – 106 Stjarnan
Haukar 92 – 102 Valur