Heil umferð fór fram í Dominos deild kvenna í dag. Fjórir flottir leikir voru leiknir og var þetta önnur umferðin á fjórum dögum en leikið er mjög þétt þessar vikurnar.
Í Ólafssal tóku heimakonur í Haukum á móti hinu liði séra Friðriks, Val. Valsarar byrjuðu mun betur en varnarlega voru Haukar ekki tilbúnar í slaginn. Haukarnir gáfu aldrei eftir og náðu góðu áhlaupi í seinni hálfleik og úr varð spennandi leikur. Valur náði að berja frá sér á lokamínútunum og uppskáru tíu stiga sigur að lokum.
KR er enn án sigurs eftir tap gegn Blikum sem spyrna sér þar með af botninum. Keflavík vann öruggan sigur á Fjölni og Skallagrímur vann Vesturlandsslaginn.