Íslenska kvennalandsliðið þurfti að láta í minni pokann fyrir Ungverjalandi í Miskolc nú fyrir skömmu, 72-50. Ekki vantaði baráttuna í íslenska liðið og segja þessi úrslit minnst um það hvort annað liðið lagði sig meira fram en hitt. Þær ungversku voru bara einu númeri of stórar. Helena Sverrisdóttir leiddí íslenska liðið með 16 stig og 6 fráköst. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom þar á eftir með 12 stig og 4 fráköst. Hjá Ungverjalandi var Tijana Krivacevic stighæst með 27 stig og 5 fráköst.
Mynd: JBÓ