spot_img
HomeBikarkeppniÚrslit: Tindastóll, Skallagrímur og Stjarnan áfram

Úrslit: Tindastóll, Skallagrímur og Stjarnan áfram

Fjórir leikir fóru fram í sextán liða úrslitum Geysisbikars karla í dag. Óvænt úrslit litu dagsins ljós og nokkur spenna í leikjunum.

Tindastóll vann öruggan sigur á Fjölni í Síkinu en Fjölnir skoraði þó 71 stig sem er meira en flest lið í Dominos deildinni. Skallagrímur rétt marði spræka Selfyssinga í Fjósinu og Stjarnan vann góðan útisigur á Hamri. Þá greindum við frá því fyrr í dag að Vestri vann óvæntan sigur á Haukum.

Þar með eru sjö lið komin áfram í átta liða úrslit Geysisbikarsins. Það eru Tindastóll, Skallagrímur, Stjarnan, Vestri, ÍR, KR og Grindavík. Síðasti leikur 16 liða úrslitana fer fram annað kvöld í Þorlákshöfn þar sem Þór tekur á móti Njarðvík í spennandi leik.

Dregið verður í næstu umferð Geysisbikarsins á þriðjudag. Tölfræði kvöldsins má finna hér að neðan:

Leikir dagsins:

Geysisbikar karla:

Tindastóll-Fjölnir 97-71 (20-14, 23-23, 25-21, 29-13)

Tindastóll: Philip B. Alawoya 27/17 fráköst, Dino Butorac 19, Brynjar Þór Björnsson 17, Pétur Rúnar Birgisson 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 5/5 fráköst, Danero Thomas 4, Friðrik Þór Stefánsson 3, Ragnar Ágústsson 3, Hannes Ingi Másson 3, Helgi Rafn Viggósson 2/5 fráköst, Þröstur Kárason 0, Helgi Freyr Margeirsson 0.

Fjölnir: Srdan Stojanovic 20/6 fráköst, Anton Olonzo Grady 18/12 fráköst, Róbert Sigurðsson 14/6 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8, Andrés Kristleifsson 8, Davíð Alexander H. Magnússon 3, Hlynur Logi Ingólfsson 0, Egill Agnar Októsson 0, Sigmar Jóhann Bjarnason 0, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 0, Alexander Þór Hafþórsson 0, Davíð Guðmundsson 0.

Skallagrímur-Selfoss 79-72 (22-25, 19-12, 21-19, 17-16)

Skallagrímur: Matej Buovac 20/6 fráköst, Aundre Jackson 19/4 fráköst, Domogoj Samac 13/4 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 10/6 fráköst, Kristófer Gíslason 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/6 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Ásgeirsson 3/4 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 2, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2/5 stoðsendingar, Guðbjartur Máni Gíslason 0, Arnar Smári Bjarnason 0, Kristján Örn Ómarsson 0.

Selfoss: Michael E Rodriguez 23/6 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 15/9 fráköst, Ari Gylfason 14/6 fráköst, Arminas Kelmelis 11/4 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 4/4 fráköst, Hlynur Freyr Einarsson 3, Björn Ásgeir Ásgeirsson 2, Salomon Rolls-Tyson 0, Elvar Ingi Hjartarson 0, Sigurjón Unnar Ívarsson 0, Haukur Hlíðar  Ásbjarnarson 0, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 0.

Hamar-Stjarnan 89-104 (18-31, 24-20, 30-26, 17-27)

Hamar: Everage Lee Richardson 29/11 fráköst/8 stoðsendingar, Florijan Jovanov 20, Marko Milekic 15/9 fráköst, Dovydas Strasunskas 12, Oddur Ólafsson 5/6 stoðsendingar, Geir Elías Úlfur Helgason 4, Gabríel Sindri Möller 4, Arnar Daðason 0, Mikael Rúnar Kristjánsson 0, Daníel Sigmar Kristjánsson 0.

Stjarnan: Antti Kanervo 23, Ægir Þór Steinarsson 23/6 stoðsendingar, Paul Anthony Jones III 17, Tómas Þórður Hilmarsson 14/14 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 10, Collin Anthony Pryor 8/6 fráköst, Dúi Þór Jónsson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Ágúst Angantýsson 2, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Magnús B. Guðmundsson 0, Ingimundur Orri Jóhannsson 0.

Vestri-Haukar 87-83 (23-27, 20-13, 25-19, 19-24)

Vestri: Nebojsa Knezevic 36/8 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Nemanja Knezevic 17/23 fráköst/7 stoðsendingar, Hugi Hallgrímsson 12, Hilmir Hallgrímsson 6/5 stoðsendingar, Ingimar Aron Baldursson 6, Gunnlaugur Gunnlaugsson 6/8 fráköst, Haukur Hreinsson 2, Egill Fjölnisson 2/4 fráköst, Helgi Snær Bergsteinsson 0, Rúnar Ingi Guðmundsson 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0, Krzytszof Duda 0.

Haukar: Kristinn Marinósson 25/4 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 21, Matic Macek 8, Daði Lár Jónsson 8/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 7/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 6/6 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Adam Smari Olafsson 3, Óskar Már Óskarsson 0, Hamid Dicko 0, Alex Rafn Guðlaugsson 0, Ívar Barja 0.

Fréttir
- Auglýsing -