Einum leik kvöldsins er lokið en Njarðvíkingar voru rétt í þessu að leggja ÍR að velli 100-86 í Ljónagryfjunni. Þetta var þriðji sigurleikur Njarðvíkinga í röð og jafnframt þriðja deildartap ÍR í röð en þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Borce Ilievski sem tók við af Bjarna Magnússyni í gær.
Mynd/ [email protected]