Lokaleikur 20. umferðar Dominos deildar karla fór fram í kvöld. Í honum sigraði KR topplið Stjörnunnar í spennandi leik, 88-87. Þgar að tvær umferðir eru eftir er Stjarnan þó enn í efsta sætinu, með 30 stig. Jafn mörg og Njarðvík, en betri innbyrðisstöðu. KR er í því fimmta, þó aðeins fjórum stigum fyrir aftan, með 26.
Einn leikur fór fram í fyrstu deild kvenna, þar sem Fjölnir lagði ÍR, 82-45. Fjölnir hafði fyrir leik þegar tryggt sér efsta sæti deildarinnar og fengu deildarmeistarabikarinn afhentan að honum loknum.
Þá fóru fjórir leikir fram í 1. deild karla. Hamar lagði Vestra á Ísafirði, Selfoss vann lið Sindra heima í Iðu, Fjölnir bar sigurorð af Hetti í Dalhúsum og í Stykkishólmi tryggði Þór sér sigur í 1. deildinni með sigri á heimamönnum í Snæfelli. Þórsarar munu því fara beint upp og leika í Dominos deildinni á komandi tímabili.
Úrslit kvöldsins:
Dominos deild karla:
KR 88 – 87 Stjarnan
- deild kvenna:
Fjölnir 82 – 45 ÍR
- deild karla:
Snæfell 62 – 88 Þór
Vestri 84 – 101 Hamar
Selfoss 109 – 66 Sindri
Fjölnir 98 – 82 Höttur