Njarðvíkingum tókst í kvöld að jafna metin gegn KR í undanúrslitum Domino´s-deildar karla. Annað árið í röð munu þessi tvö mögnuðu lið mætast í oddaleik í undanúrslitum en í fyrra var það KR sem vann oddaleikinn. Njarðvík vann spennusigur í kvöld, 74-68 og staðan því 2-2 í einvíginu. Oddaviðureign liðanna verður í vesturbænum á föstudagskvöld!
Njarðvík-KR 74-68 (19-14, 15-28, 26-12, 14-14)
Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 29/15 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17/5 fráköst, Logi Gunnarsson 16/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5, Haukur Helgi Pálsson 5/8 fráköst/8 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 2/8 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Hjörtur Hrafn Einarsson 0.
KR: Michael Craion 28/12 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 14/5 fráköst, Darri Hilmarsson 12, Helgi Már Magnússon 9/13 fráköst, Björn Kristjánsson 5, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Arnór Hermannsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Snorri Hrafnkelsson 0, Pavel Ermolinskij 0, Andrés Ísak Hlynsson 0.
Viðureign: 2-2
Mynd/ Skúli Sig