Ísland tapaði illa fyrir Póllandi í mikilvægasta leik mótsins, 91-61. Íslenska liðið náði ekki að fylgja eftir frábærri byrjun og virtust lykilleikmenn vera þreyttir og hreinlega ekki á staðnum.
Ísland náði ekki að bæta skotnýtinguna frá því í síðasta leik og skaut 24/70 utan af velli. Náðu að halda boltanum betur með 13 tapaða en boltinn virðist vera að angra leikmenn íslenska liðsins og var það oft sjáanlegt hvað hann er í raun sleipur.
Niðurstaðan var 30 stiga tap sem er vesta tap liðsins í Eurobasket.
Mynd: Skúli Sig.